41 Svefn NÝ ORÐ • útrás • lærdómur • félagslíf Þegar líkamanum líður vel, líður okkur líka betur í sálinni. Við verðum glaðari og samskipti við annað fólk ganga betur. Þannig getur góður svefn bæði bætt heilsuna og styrkt félagslíf okkar. 1. Með hvaða hreyfingu mælir þú? Hvers vegna? 2. Hvernig líður þér þegar þú hefur ekki fengið nægan svefn? 3. Hvers vegna er sumt fólk morgunfúlt? Grunnskólabörn þurfa 9–11 klukkutíma svefn til að vaxa og þroskast. Svefn er líka nauðsynlegur fyrir lærdóm og minni. Þegar við erum úthvíld höfum við meiri orku til að sinna áhugamálum okkar og fáum sjálfstraust til að prófa nýja hluti. Ætli þessi börn hafi fengið nægan svefn?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=