Halló heimur 3 - nemendabók

40 Hreyfing Hreyfing er góð fyrir líkamann og eykur heilbrigði okkar. Meltingin verður betri og beinin sterkari. Lungun styrkjast og sömuleiðis hjarta- og æðakerfið. Við sofum líka betur. Þegar við hreyfum okkur fáum við útrás fyrir alls konar tilfinningar. Hreyfing er einnig góð gegn kvíða og neikvæðum hugsunum. bætir lund styrkir æðakerfið eflir hjartað styrkir vöðva bætir svefn bætir meltingu styrkir lungu Stunda má margvíslega hreyfingu: ganga eða hjóla í skólann velja stiga en ekki lyftu fara í sund stunda íþróttir fara í útileiki

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=