Halló heimur 3 - nemendabók

38 Innri líffæri Inni í okkur eru mörg líffæri sem vinna saman. Lungun eru hluti öndunarfæranna. Þegar við öndum að okkur flytja þau súrefni úr andrúmsloftinu og inn í blóðrásina. Loftið fer niður í barka og þaðan í tvær berkjur sem tengjast lungunum. Þegar við öndum frá okkur losum við líkamann við koltvísýring. Nýrun eru aftarlega í kviðarholi. Þau eru hluti af þvagkerfinu. Nýrun hreinsa úrgangsefni úr blóðinu og safna þeim í þvagblöðruna. Við losum okkur við þessi úrgangsefni þegar við pissum. upp niður vinstri hægri

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=