Halló heimur 3 - nemendabók

37 Hringrás blóðsins Bláæðar flytja súrefnissnautt blóð til hjartans. Þaðan berst það til lungnanna. Þegar við öndum að okkur taka rauðkornin upp súrefni í lungunum og flytja til hjartans. Síðan dælir hjartað súrefnisríku blóði til líkamans um slagæðarnar. Ef við setjum fingur á úlnliðinn finnum við hversu hratt hjartað slær. Það kallast púls. Ósæðin er stærsta æð líkamans. Minnstu æðarnar kallast háræðar. Þær næra allan líkamann. Saman mynda hjarta og æðar stanslausa hringrás sem kallast blóðrásarkerfi. NÝ ORÐ • rofna • súrefnissnautt • súrefnisríkt 1. Hvað gerist þegar æð rofnar? 2. Hvað heitir stærsta æð líkamans? 3. Hvers konar banki er blóðbanki? Hvað í!!??? Nei, hættið nú alveg krakkar! Slagæðar flytja meira súrefni en bláæðar svo við skulum hafa þær rauðar krakkar…

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=