Halló heimur 3 - nemendabók

36 Blóð Um æðarnar rennur blóð. Í blóðinu eru rauð og hvít blóðkorn. Rauðkorn flytja súrefni og koltvísýring um líkamann. Hvítkorn berjast gegn sýkingum. Í blóðinu eru líka blóðflögur og blóðvökvi. Blóðflögurnar festast hver við aðra og gera við skemmdar æðar. Ef við meiðum okkur geta æðarnar rofnað og blóðið lekið út. Það er stundum vont en sjaldan hættulegt því blóðflögurnar mynda nokkurs konar tappa í sárinu. Svo grær það hægt og rólega.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=