Halló heimur 3 - nemendabók

33 1. Hvernig gefur líkaminn okkur merki um að við séum svöng? 2. Hvaða hlutverki gegna tennurnar í meltingarferlinu? 3. Hvað köllum við úrganginn sem kemur út um endaþarmsopið? NÝ ORÐ • munnvatn • næringarefni • endaþarmur Þannig hefst meltingin þegar tennurnar mala fæðuna og lýkur þegar við kúkum. Næst færist maukið niður í smáþarmana. Þeir eru sex metra langir. Þar tekur líkaminn upp vítamín, vatn og næringu. Lifrin býr til gall og geymir í gallblöðrunni. Ef mikil fita er í maukinu dælir líkaminn gallinu saman við til að leysa hana upp. Loks tekur ristillinn við. Hann fjarlægir vatn og næringarefni og skilur eftir brúnleitan úrgang sem við losum út um endaþarminn. munnur munnvatnskirtill vélinda lifur magi bris ristill smáþarmar gallblaðra botnlangi kok endaþarmur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=