Halló heimur 3 - nemendabók

32 Melting og meltingarkerfi Hlutverk meltingarkerfisins er að brjóta fæðuna niður í litlar agnir sem líkaminn getur nýtt sem orku. Á leið sinni fer fæðan í gegnum nokkur líffæri sem kallast meltingarkerfi. Í munninum bætir munnvatnið slími við matinn til að mýkja hann áður en við kyngjum. Rörið sem flytur matinn frá koki niður í maga nefnist vélinda. Slímið smyr vélindað líka. Í maganum maukast maturinn og brotnar niður. En hvað svo? Allur matur á að fara upp í munn og ofan í maga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=