Halló heimur 3 - nemendabók

29 Verkefni og umræður Artie málar með pendúl. Hann notar þyngdarkraft Jarðar til að sveifla pappamáli með málningu. Hann gerir lítið gat á botn bollans og sveiflar honum rólega af stað. Svo skiptir hann um málningu og sveiflar pappamálinu af meiri krafti. Framkvæmið pendúltilraun Arties með þremur litum og skoðið mynstrið sem kemur í ljós. Fróðný velti fyrir sér loftmótstöðu. Hún útbjó nokkrar mismunandi pappírsflaugar og kannaði hversu langt hún gat blásið þeim með pappírsröri. Heldur þú að það skipti máli hvernig flaugarnar eru í laginu? Hannaðu þrjár ólíkar pappírsflaugar og sjáðu hvað gerist. Birkir og Birna bjuggu til spennandi leik. Þau fengu leyfi hjá Mínervu til að hella pappírshringjum úr gatara á borðið. Svo nudduðu þau blöðrum við peysurnar til að búa til stöðurafmagn og töldu hversu margir pappírshringir festust við blöðrurnar. Keppandinn sem fékk flesta pappírshringi stóð uppi sem sigurvegari. Hver ætli sé rafmagnaðasti keppandinn í þínum bekk? Endurtakið þennan skemmtilega leik.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=