Halló heimur 3 - nemendabók

28 Vatnsmótstaða NÝ ORÐ • vatnsmótstaða • hanna • herma Ein tegund núnings kallast vatnsmótstaða. Hún er kraftur sem hægir á því sem ferðast í vatni. Eftir hvaða dýrum ætli hönnuðirnir hafi hermt við gerð þessara kafbáta? Dýr sem lifa í vatni hafa þróast þannig að straumlínulögun þeirra vinnur gegn vatnsmótstöðu. Þau eiga því auðveldara með að ferðast um og komast hraðar. Þegar fólk hannar farartæki sem eiga að ferðast í gegnum vatn hermir það eftir dýrunum og hefur farartækin straumlínulöguð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=