Halló heimur 3 - nemendabók

27 1. Finndu dæmi um fleiri straumlínulöguð dýr en fugla. 2. Hvort skapar golfkúla eða körfubolti meiri loftmótstöðu? 3. Nefndu hluti sem eru lengi að falla til jarðar. NÝ ORÐ • loftmótstaða • straumlínulagað • yfirborð Hlutir sem hafa stórt yfirborð skapa mikla loftmótstöðu. Það höfum við lært að nýta okkur á margan hátt. Þegar fallhlífastökkvarar stökkva úr flugvél eða fram af háu fjalli nota þeir loftmótstöðuna til að svífa til Jarðar án þess að slasast. Hvers vegna hrapar fólkið ekki beint til jarðar? Ef laufblað og epli detta af tré á sama tíma fellur eplið fyrr til jarðar því loftmótstaðan hefur minni áhrif á það en laufblaðið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=