Halló heimur 3 - nemendabók

26 Loftmótstaða Andrúmsloftið í kringum okkur skapar núning sem hægir á öllum hlutum. Þessi núningur kallast loftmótstaða. Sum fyrirbæri eiga auðveldara með að ferðast í gegnum loftið en önnur. Flugvélar smjúga í gegnum það vegna þess að þær eru straumlínulagaðar líkt og fuglar. Flugvél sem væri eins og stór teningur í laginu myndi skapa mun meiri loftmótstöðu, fara hægt og eyða mikilli orku. Eftir hverju skyldu fuglarnir vera að steypa sér?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=