Halló heimur 3 - nemendabók

25 NÝ ORÐ • núningur • mótstaða • gróft 1. Hvað gerist þegar við nuddum köldum höndum saman? 2. Hvers vegna eru fjallgönguskór ekki með sléttum botni? 3. Hvenær er gott að minnka núning? Gróft yfirborð eykur núning en slétt yfirborð minnkar hann. Vökvi og olíur minnka núninginn enn meira. Við setjum vatn í vatnsrennibrautir til að komast hraðar. Við smyrjum vélar með olíu til að draga úr hita og minnka slit þegar þær vinna. Hefur þú prófað að nudda blöðru við hár? Mikill núningur skapar stöðurafmagn sem fær öll hárin til að forðast hvert annað. Þess vegna stendur hárið út í loftið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=