Halló heimur 3 - nemendabók

24 Núningur Núningur skapast þegar tveir hlutir nuddast saman. Þá verður til hreyfiorka sem breytist í varmaorku. Núningur er nauðsynlegur því hann veitir mótstöðu. Það væri erfitt að standa upp ef núningur væri ekki til staðar. Án hans myndum við bara renna út um allt. Núningur getur aukið öryggi okkar. Ef við notum hanska eða skó með grófu yfirborði höfum við betra grip og dettum síður. Þegar okkur er kalt á höndunum nuddum við stundum saman lófunum. Þá myndast núningur og hiti. Okkur hlýnar. Hvernig er sólinn á skónum þínum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=