Halló heimur 3 - nemendabók

23 NÝ ORÐ • svífa • andstætt • flóð 1. Nefndu dæmi um hvernig þyngdarkraftur Jarðar virkar. 2. Hvað myndi gerast ef slökkt yrði á þyngdarkrafti Jarðarinnar? 3. Hvernig virkar þyngdarkraftur tunglsins á Jörðina? Þyngdarkraftur Jarðar hefur líka áhrif á það hvernig plöntur vaxa. Þær teygja sig upp í átt að ljósinu en ræturnar vaxa í andstæða átt. fjara þyngdarkraftur tunglsins tunglið flóð flóð Munurinn á flóði og fjöru getur verið mjög mikill. Tunglið okkar hefur einnig þyngdarkraft. Það nær samt ekki að toga Jörðina til sín því hún er stærri. Hins vegar nær það að toga aðeins í yfirborð sjávar á Jörðinni. Þannig stjórnar tunglið flóði og fjöru.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=