Halló heimur 3 - nemendabók

22 Þyngdarkraftur Jarðar Þegar við köstum bolta upp í loft kemur hann niður til okkar aftur í stað þess að fara hærra og hærra. Það er vegna þess að Jörðin hefur sinn eigin þyngdarkraft. Hún er mjög stór, stærsta fyrirbærið í nágrenni okkar jarðarbúa. Þess vegna drögumst við og boltinn okkar að Jörðinni frekar en sólinni. Ef það væri enginn þyngdarkraftur þá myndum við einfaldlega svífa út í geim. Ætli Jörðin geti misst þyngdarkraft sinn?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=