Halló heimur 3 - nemendabók

21 NÝ ORÐ • þyngdarkraftur • fyrirbæri • þyngdarlaust 1. Hvers vegna er ekki hægt að ganga á sólinni? 2. Hvað ertu mörg kíló ef þú ert þyngdarlaus? 3. Hver var fyrsti íslenski geimfarinn? Þyngd okkar stjórnast af þyngdarkrafti Jarðar. Ef við værum á tunglinu værum við mun léttari og gætum hoppað mjög hátt. Ef við værum á Júpíter værum við mjög þung og ættum erfitt með að hreyfa okkur. Það er vegna þess að Júpíter er miklu stærri en Jörðin. Geimurinn er stór. Langt frá stjörnum og reikistjörnum er lítill sem enginn þyngdarkraftur. Í geimnum erum við þyngdarlaus og myndum svífa stefnulaust um. Það væri gaman að geta hoppað jafn hátt og tunglfari! Bjarni Tryggvason var fyrsti Íslendingurinn til að fara út í geim. Í geimnum snýr ekkert upp eða niður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=