Halló heimur 3 - nemendabók

20 Þyngdarkraftur í geimnum Í geimvísindum er notað hugtakið þyngdarkraftur. Hann virkar þannig að mjög stórir og þungir hlutir draga minni fyrirbæri í kringum sig til sín. Þessi kraftur er líka stundum kallaður aðdráttarafl. Sólin okkar er mjög stór og hefur mikinn þyngdarkraft. Hún heldur reikistjörnunum á sporbaug umhverfis sig með sínum sterka þyngdarkrafti. Allar reikistjörnurnar og tunglin í sólkerfinu hafa þyngdarkraft og draga til sín minni hluti. Stelpur, hafið þið séð Thor? Af því ég er á tunglinu og það hefur minni þyngdarkraft en Jörðin! Heyrðu Saga! Af hverju ertu bara 5 kg á þyngd? Ég hélt við værum jafnþungar!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=