Halló heimur 3 - nemendabók

17 Verkefni og umræður Thor er að gera orðasúpu um sólkerfið en vantar orð sem tengjast geimnum til að nota í þrautinni. Geimorðasúpuna ætlar hann svo að leggja fyrir fjölskylduna. Þitt verkefni er að hjálpa honum að búa til lista með 20 geimorðum. Í afmæli Thors komst Birna að því að hann væri í fiskamerkinu. Það er stjörnumerki fólks sem fæðist á tímabilinu 19. febrúar til 20. mars. Hún komst líka að því að til eru 11 önnur stjörnumerki! Hjálpaðu henni að gera töflu með stjörnumerkjunum og skrá tímabilin þeirra. Fróðný er að hanna samgöngutæki fyrir fjölskyldur sem vilja ferðast á milli sólkerfa. Hún vill að það gangi fyrir sólarorku. Hjálpaðu henni að þróa hugmyndina.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=