Halló heimur 3 - nemendabók

13 1. Hvernig getum við verndað húðina fyrir sólargeislum? 2. Hvers vegna hækkar hitastig Jarðar? 3. Hvað verður um jökla Jarðar ef hún hlýnar of mikið? NÝ ORÐ • útfjólublátt • hlýskeið • jarðefna- eldsneyti Loftslagsbreytingar Veðrið breytist eftir árstíðum. Sumrin eru hlý og veturnir kaldari. Loftslagsbreytingar verða líka hægt og rólega á löngu tímabili. Ísaldir skiptast í jökulskeið og hlýskeið. Við lifum á hlýskeiði. 1 Sólin vermir Jörðina með geislum sínum. 2 Gróðurhúsaloft- tegundir virka eins og gler í gróðurhúsi. Þær hleypa sólar- geislunum inn en ekki út. 3 Þegar gróðurhúsa- lofttegundirnar fanga sólargeislana hitnar Jörðin eins og hún væri inni í gróðurhúsi. 1 2 3 Hmm … hvað ætli sé heitt inni í þessu gróðurhúsi? Þegar jarðefnaeldsneyti er brennt myndast koltvísýringur. Of mikið af honum veldur auknum gróðurhúsaáhrifum. Þá hitnar enn meira á Jörðinni. Við þurfum að læra að hægja á þessum breytingum til að skila Jörðinni heilbrigðri til næstu kynslóða.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=