Halló heimur 3 - nemendabók

12 Ósonlagið Í lofthjúpnum umhverfis Jörðina eru nokkrar gastegundir. Ein þeirra er óson. Það myndar þunnt lag sem verndar okkur fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar. Ósonlagið gegnir mikilvægu hlutverki fyrir lífríki Jarðar. Ekki er víst að líf hefði þróast á reikistjörnunni okkar án þess. Vá, ég finn hvernig geislarnir hita húðina mína! Geislarnir geta valdið krabbameini… þeir sjást ekki með berum augum. Nú verðið þið öll að bera á ykkur til að vernda húðina fyrir sólargeislunum! Þetta eru útfjólubláir geislar. Þeir eru rosalega flottir! Ákveðin efni, til dæmis í úðabrúsum og kæliskápum, valda því að ósonlagið þynnist og þá getur myndast gat. Sumar þjóðir hafa gert samkomulag um að banna efni sem geta skaðað ósonlagið. Bannið hefur orðið til þess að ósonlagið hefur smám saman jafnað sig. En ég vil verða sólbrúnn og ég sé hvergi þessa geisla…

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=