Halló heimur 3 - nemendabók

Grúskarar á fleygiferð! Samfélags- og náttúrugreinar fyrir yngsta stig grunnskóla. Sæl öll! Grúskfélagið er mætt á ný og til þjónustu reiðubúið! Við grúskum um leyndardóma samfélags og náttúru í Halló heimur 3, kíkjum á himingeima, gægjumst í undirheima og skoðum margt þar á milli. Og jú, auðvitað eru fjölbreyttu verkefnin, föndrið og fjörlegu umræðurnar á sínum stað. Verkefnabókin er full af skemmtilegum æfingum. Mínerva og aðrir kennarar geta líka mátað námsefnið við hæfniviðmið og heimsmarkmið. Svo má ekki gleyma kennsluleiðbeiningunum með myndabanka og ítarefni á vef mms.is! Hver er í stuði fyrir tilraunir, sköpun og allsherjargrúsk? Ert það þú? eruð þið ekki öll búin að kynnast Grúsksögunum okkar? Höfundar: Jónella Sigurjónsdóttir og Unnur María Sólmundsdóttir Myndhöfundur: Iðunn Arna HALLÓ HEIMUR 40705 Pssst Grúskarar á fleygiferð!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=