Halló heimur 3 - nemendabók

Ö öryggi: að vera örugg. öryggisregla: regla sem stuðlar að öryggi fólks. Hugtök 128 vatnsmótstaða: núningur sem hægir á hlutum, lífverum og farar- tækjum sem ferðast í vatni. vinátta: tilfinningar sem vinir og vinkonur bera hvert til annars. vindsokkur: hólklaga fáni sem vindur blæs í gegnum. vinnuvél: vélknúið ökutæki sem er notað við vinnu, t.d. lyftari, jarðýta og grafa. virða: að fara eftir því sem aðrir óska eftir. virk: sýnir mikla virkni. Virkar eldstöðvar gjósa en kulnaðar eldstöðvar eru hættar að gjósa. vistkerfi: lífverur og umhverfi þeirra sem ein heild. víðavangur: opið og óbyggt land, úti í náttúrunni. vogskorið: strandlengja með mörgum fjörðum, vogum og víkum. Y yfirborð: ysta eða efsta lag hluta og fyrirbæra. Þ þegn: borgari í ríki, manneskja sem heyrir undir konung eða drottningu. þjáning: finna fyrir sársauka, vanlíðan eða erfiðleikum. þjóðararfur: menningarverðmæti sem þjóð hefur erft frá fyrri kynslóðum. þjóðartrú: trú sem meirihluti þjóðar aðhyllist, einnig er talaði um opinbera trú eða þjóðkirkju. þjóðsaga: saga sem hefur gengið í munnmælum frá manni til manns. þjóðsöngur: opinbert lag og ljóð þjóðar. Þjóðsöngvar eru oft fluttir við hátíðleg tækifæri. þjóðtunga: tungumál sem þjóð talar. þverrákótt: rákir sem liggja þvert yfir eitthvað. þyngdarkraftur: afl sem stór fyrirbæri, t.d. hnettir, hafa og draga til sín aðra hluti með. þyngdarleysi: þar sem þyngdarkraftur virkar ekki og hlutir og fólk svífur um.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=