Halló heimur 3 - nemendabók

11 1. Hvað eru gervitungl? 2. Hvað merkir að sveima á sporbaug? 3. Hvers vegna er mikilvægt að hreinsa ruslið í geimnum? NÝ ORÐ • manngert • sveima • geimskot Geimrusl Ónýt gervitungl og aðrir hlutir í geimnum kallast geimrusl. Þetta eru leifar geimskota en tengjast einnig óhöppum og slysum í geimnum. Rusl er líka skilið eftir viljandi. Geimrusl ferðast á miklum hraða. Það getur sveimað á sporbaug í nokkur ár, eða aldir, áður en það fellur til Jarðar. Það er hættulegt fyrir geimskip eða gervitungl að lenda í árekstri við geimrusl. Allt geimrusl í sólkerfinu okkar kemur frá Jarðarbúum. Geimur er ekki ruslaheimur!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=