Halló heimur 3 - nemendabók

Hugtök kortaskýringar: útskýra hvað litir, letur og tákn á kortum merkja. kúlulaga: eins og kúla í laginu, hnöttótt. kvenforseti: kona sem gegnir forsetaembætti fyrir þjóð sína. kvíslast: greinast niður í sífellt mjórri ár og læki. kynferðislegt: umræða eða athafnir sem tengjast meðal annars kynlífi og kynfærum. kynhneigð: segir til um hverjum við löðumst að, verðum skotin í eða ástfangin af. L landvættur: verndari lands, vera sem stendur vörð um landi. leiðtogi: manneskja sem er í forystu fyrir hópi fólks, foringi. lirfa: ákveðið stig í lífsferli skordýrs, þegar það kemur úr egginu. lífrænt: jurtir ræktaðar án tilbúinna efna, t.d. skordýraeiturs og tilbúins áburðar. líkamlegt: þegar eitthvað tengist líkama okkar, snerting, álag eða ofbeldi. ljósár: mælieining sem mælir fjarlægðir í geimnum, sú vegalengd sem ljósið fer á einu ári. loftmótstaða: núningur loftsins hægir á hlutum, lífverum og farar- tækjum sem ferðast í gegn um það. loftmynd: mynd tekin úr lofti. lýðveldi: stjórnarfar þar sem almenningur með kosningarétt velur forystufólk sem stjórnar landinu. lærdómur: þekking eða að kunna eitthvað. löggæsla: þegar lögregla fylgist með því að íbúar fari eftir lögum. Mmanngert: smíðað af mannfólki. mannvirki: stór bygging, t.d. hús, virkjun eða brú. matarkista: staður þar sem nægan mat er að finna. metangas: gastegund sem hægt er að vinna úr rusli og nota sem eldsneyti. miðlunarlón: stöðuvatn sem notað er til að safna vatni sem er notað í virkjun. moska: bænahús múslima. mótstaða: grip, að renna ekki. munnvatn: vökvi sem kirtlar í munni framleiða, inniheldur vatn og efni sem brjóta niður fæðu. musteri: bygging sem er helguð tilbeiðslu á guði eða guðum. mælikvarði: kvarði á korti sem sýnir hvað einn sentimetri á kortinu er mikil vegalengd í raun og veru. möndull: ímynduð lína sem liggur í gegnum Jörðina á milli norður- og suðurpóls. N núningur: kraftur sem vinnur gegn hreyfingu, hægir á hlutum og stöðvar þá að lokum. næringarefni: efni sem lífverur þurfa til að vaxa og viðhalda starfsemi líkamans. O ofkæling: þegar líkaminn tapar meiri hita en hann getur framleitt og kólnar niður. 126

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=