Halló heimur 3 - nemendabók

fórna: færa guði sínum gjöf til að þóknast honum. framræst: þar sem áður var votlent en búið er að þurrka upp, t.d. með skurðum. frjósamt: land sem gefur ríkulega uppskeru. fræ: lítið korn sem myndast í plöntu og getur orðið að nýrri plöntu. fyrirbæri: eitthvað sem á sér stað í náttúrunni, eða af manna völdum, og ber fyrir augu. fæðuöryggi: að hafa alltaf aðgang að nægum, næringarríkum og öruggum mat til að viðhalda heilbrigði sínu. G geðheilbrigði: (góð) andleg heilsa. geimskot: þegar geimferju eða gervitungli er skotið frá Jörðu. gígur: far eftir loftsteina eða ummerki eldgoss á Jörð, tungli eða reikistjörnu. gróðurhúsaáhrif: þegar lofthjúpur Jarðar hitnar vegna aukins útblásturs lofttegunda sem fanga hita sólar- geislanna. gróft: hrjúft og óslétt yfirborð. H hanna: búa eitthvað nýtt til, teikna upp form þess, útlit og útskýra virkni. harðsperrur: stirðleiki og verkir í vöðvum vegna ofreynslu. hefð: gamall eða rótgróinn siður, eitthvað sem hefur lengi verið gert eins. heiði: óbyggt land, stundum í talsverðri hæð. heilagur andi: andi Guðs, hluti af hinni heilögu þrenningu í kristinni trú. 125 heimskautsbaugur: ímyndaðar línur sem liggja samsíða miðbaug á norður- og suðurhveli Jarðar og nefnast norður- og suðurheimskautsbaugur. henda: gerast, koma fyrir. herma: líkja eftir, gera alveg eins og einhver. hitabelti: svæði sem liggur um miðbaug Jarðar og hefur sérstakt veðurfar. hlýskeið: tímabil í sögu Jarðar þar sem hiti hækkar og jöklar hopa. hof: bygging sem er helguð tilbeiðslu á guði eða guðum. hráefni: efni, oft úr náttúrunni, sem vara er unnin úr. hringrás: þegar efni og orka ferðast um vistkerfið frá einni lífveru til annarrar. höfuðstaður: stærsti bærinn á tilteknu svæði, þar sem mest þjónusta er. Í ímynda: að búa sér eitthvað til í huganum, detta eitthvað í hug og nota ímyndunaraflið. J jarðefnaeldsneyti: eldsneyti unnið úr jörðu, kol, hráolía og jarðgas. jarðhræringar: fjöldi misstórra jarðskjálfta sem eiga upptök á svipuðum slóðum. K kirtill: líffæri sem framleiðir ýmis efni fyrir líkamann, t.d. hormón sem eru boðefni líkamans, svita, munnvatn og fleira. kolefni: frumefni sem finnst í andrúmsloftinu. kostur: möguleiki sem velja má um, oftast hagstæður og andstæða við ókost.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=