Halló heimur 3 - nemendabók

Hugtök aðsetur: dvalarstaður þar sem fólk býr til lengri eða skemmri tíma. alheimssál: sameinar allt líf og alla orku í heiminum. almennur frídagur: viðurkenndur frídagur allra, óháð starfsstéttum. altari: borð notað við trúarathafnir, oft til að færa guðum fórnir. andlegt: hugtak yfir hugarástand og líðan, öfugt við líkamlegt ástand. andstætt: öfugt, gagnstætt, í þveröfuga átt. atburður: merkilegt atvik, bæði jákvætt og neikvætt, sem átt hefur sér stað, oft átt við í sögu landsins. Á ábyrgð: þegar við erum beðin um eitthvað og gerum það sem þarf, þá sýnum við ábyrgð. áreiti: eitthvað sem truflar okkur eða veldur okkur vanlíðan. B beit: þegar búfé bítur gras eða annan gróður. blóðríkt: inniheldur mikið blóð. bregðast við: sýna viðbrögð, gera eitthvað. bugða: beygja, bogi eða hlykkur. Margar ár renna í bugðum. búsetuskilyrði: aðstæður til búsetu, hvernig er að búa á tilteknum stað. D dýrmætt: mikils virði, verðmætt. E einnota: hlutur sem er framleiddur til að nota bara einu sinni og svo hent. einrúm: þegar manneskja er ein með sjálfri sér. A eintak: stykki af einhverju, sérstaklega verðmætt ef það er bara til eitt slíkt. eldast: verða eldri, lifa lengur. endaþarmur: síðasti hluti þarmanna, endar með opi þar sem líkaminn losar út hægðir. endurfæðing: þegar sál einhvers sem deyr fæðist aftur í öðrum líkama. endurheimta: að fá eitthvað til baka sem hefur tapast. erfðaefni: efni í líkamanum sem ákvarða hvernig við lítum út þegar við fæðumst. F farsæld: að ganga vel, njóta lífsins og ná markmiðum sínum. fánadagur: dagur þegar fáni skal dreginn að hún á fánastöng opinberra stofnana. fánalög: lög um gerð íslenska fánans og notkun hans. félagslíf: þegar fólk með svipuð áhugamál ákveður að gera eitthvað saman. fikta: prófa að gera eitthvað. fjallkona: eitt af þjóðartáknum Íslands. fjarlægð: bilið á milli staða eða svæða, vegalengd. fjölbreytt: mikið úrval, margar mismunandi útgáfur eða tegundir af einhverju. fjölga sér: eignast afkvæmi. flekaskil: mörk jarðskorpufleka sem eru á hreyfingu, gliðna í sundur, nuddast saman eða rekast á. flóð: þegar yfirborð sjávar hækkar vegna þyngdarkrafts tungls, öfugt við fjöru. fornmunur: mjög gamall gripur sem gefur innsýn í sögu þjóðar. 124

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=