Halló heimur 3 - nemendabók

123 Verkefni og umræður Birkir þarf aðstoð við að rannsaka holtasóley, þjóðarblóm Íslendinga: Hvernig er útlit blómsins? Af hvaða ætt er það? Hvar vex holtasóley? Hvernig fór kosningin á þjóðarblóminu fram? Hver átti hugmyndina að því að velja holtasóleyjar sem þjóðarblóm? Skilaðu skýrslu um málið. Þú ert á leið til Póllands að fagna þjóðhátíðardeginum með Sofiu og fjölskyldu hennar. a)Þú ætlar að búa til vegabréf. Hvaða kröfur þarf það að uppfylla? b)Hvað þarftu að taka með þér? Búðu til ferðagátlista. Fróðný er að stækka íslenska fánann og hengja upp á vegg á skólaganginum. Hver reitur er 4x4 sentimetrar. Skoðaðu munstrið og hjálpaðu henni að klára verkefnið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=