121 1. Hvað tákna rauði og hvíti liturinn í fánanum okkar? 2. Hvaða fleiri fána þekkir þú sem hafa kross? 3. Hvers vegna merktu riddarar sig með skjaldarmerki í gamla daga? NÝ ORÐ • fánalög • hefð • landvættur Skjaldarmerki Íslands Mörg lönd eiga skjaldarmerki til að einkenna sig. Þessi hefð er rakin til riddara frá miðöldum sem þurftu að þekkja vini frá óvinum. Íslendingar völdu sér skjaldarmerki með landvættunum fjórum sem standa vörð um Ísland og sagt er frá í bókinni Heimskringlu. Griðungur gætir Vesturlands, bergrisi vaktar Suðurlandið, gammur verndar Norðurland og dreki Austurland. Vættirnar eru skjaldberar og standa á hellu úr stuðlabergi. Í fyrstu prýddi dönsk kóróna skjaldarmerkið okkar en hún hvarf þegar Ísland fékk sjálfstæði.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=