Halló heimur 3 - nemendabók

120 Allar þjóðir eiga sinn fána Þegar Ísland hlaut sjálfstæði þurfti nýja lýðveldið fána. Margar hugmyndir höfðu áður komið fram. Þorskafáninn var fáni Jörundar hundadagakonungs sem ríkti yfir Íslandi sumarið 1809. Árið 1874 var hannaður fáni með hvítum fálka. Fálkinn átti líka að prýða skjaldarmerki Íslands. Þorskafáninn var fyrsta hugmyndin að sérstökum þjóðfána fyrir Ísland. Fálkafáninn var mikið notaður en þótti ekki nógu virðulegur fyrir kristna þjóð. Fjallkonan með fánann Hvítbláinn sem var of líkur fánum Grikklands og Svíþjóðar. Litirnir í íslenska þjóðfánanum tákna fjallablámann, ísinn og eldinn. Hvítbláinn var vinsæll fáni um aldamótin 1900. Árið 1915 samþykkti danski konungurinn að Ísland fengi sérfána. Hvítbláinn þótti of líkur fánum annarra þjóða svo rauðum krossi var bætt við. Árið 1944 varð þríliti fáninn að þjóðfána og sett voru sérstök fánalög.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=