119 1. Hvernig getur fólk orðið forseti á Íslandi? 2. Hvað er lýðræði? 3. Hver býr á Bessastöðum? NÝ ORÐ • kvenforseti • aðsetur • fánadagur Árið 1980 kusu Íslendingar konu sem forseta sinn. Það var Vigdís Finnbogadóttir. Hún var fyrsti lýðræðislega kjörni kvenforsetinn í heiminum. Aðsetur forseta Íslands er á Bessastöðum, Álftanesi. Þar getur forsetinn búið ásamt fjölskyldu sinni ef hann kýs það. Á Bessastöðum tekur forsetinn á móti þjóðhöfðingjum annarra landa og öðrum gestum sínum. Á afmælisdegi forseta Íslands er alltaf flaggað. Sá fánadagur breytist í hvert sinn sem Íslendingar kjósa sér nýjan forseta. Á Bessastöðum hefur verið búið óslitið síðan á landnámsöld. Forsetaembættið hefur sinn eigin fána. Vigdís Finnbogadóttir var forseti 1980–1996. Við hátíðleg tækifæri ber forseti Íslands æðsta stig fálkaorðunnar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=