Halló heimur 3 - nemendabók

118 Þjóðhöfðingi Íslands Þjóðhöfðingi gegnir æðsta embætti hvers ríkis. Það er misjafnt eftir löndum hvað embættið kallast og hvert hlutverk þjóðhöfðingjans er. Sum lönd eru konungsdæmi og hafa konung eða drottningu sem þjóðhöfðingja. Þar gengur embætti þjóðhöfðingja í erfðir. Önnur lönd, eins og Ísland, eru lýðveldi. Þar eru þjóðhöfðingjar kjörnir af almenningi. Íslendingar kjósa forseta á fjögurra ára fresti. Stundum er sami forsetinn kosinn aftur. Í dag hafa 18 ára og eldri kosningarétt og geta meðal annars tekið þátt í að velja forseta Íslands. Herra Guðni Th. Jóhannesson var kosinn forseti Íslands árið 2016 og Haraldur V. (fimmti) Noregskonungur tók við konungstign af föður sínum árið 1991. Oft bjóða margir einstaklingar sig fram til forseta. Þá þarf þjóðin að kjósa. KJÖR FORSETA ÍSLANDS Blær Guðmundsdóttir Gunnar Jónsson Jóhanna Jónsdóttir Sigurður Björnsson

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=