Halló heimur 3 - nemendabók

10 Gervitungl Á sporbaugi Jarðar eru manngerð tæki á sveimi sem kallast gervitungl. Þau eru send út í geim í margvíslegum tilgangi. Gervitungl eru ólík í laginu og glampar frá þeim geta verið mjög greinilegir. Það er jafnvel hægt að sjá þau að degi til. Veðurtungl senda myndir til Jarðar sem eru notaðar til að gera veðurspár. Geimstöðvar eru heimili og vinnustaðir fólks sem starfar úti í geimnum. Sumar þjóðir nota njósnahnetti til að fylgjast hver með annarri. Í geimsjónauka má sjá vetrarbrautir og stjörnuþokur í ljósára fjarlægð. Fjarskiptatungl senda gögn á milli skipa, flugvéla og bifreiða. Könnunarflaugar eru ómannaðar. Þær taka myndir og sýni og leita að lífi á öðrum reikistjörnum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=