Halló heimur 3 - nemendabók

117 1. Hvað eru börnin í þínum bekk frá mörgum þjóðlöndum? 2. Hverjir eru þjóðhátíðardagar þeirra? 3. Hvað eiga þjóðhátíðardagar Pólverja, Filippseyinga, Norðmanna og Íslendinga sameiginlegt? NÝ ORÐ • atburður • endurheimta • almennur frídagur Í mörgum löndum er þjóðhátíðardagurinn almennur frídagur. Í Bandaríkjunum eru miklar flugeldasýningar áberandi á þjóðhátíðardeginum. Spánverjar halda mikilfenglegar flugsýningar. Fólk í Úkraínu fagnar hér sjálfstæði sínu með því að rita nöfn sín á þjóðfánann. Margir Norðmenn klæðast þjóðbúningum sínum í tilefni dagsins. Fólk fagnar þjóðhátíðardeginum á misjafnan hátt í hverju landi en þó er margt líkt með hátíðarhöldunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=