Halló heimur 3 - nemendabók

115 1. Hvað heitir þjóðsöngur Íslendinga? 2. Hvernig heldur þú þjóðhátíðardaginn hátíðlegan? 3. Þekkir þú fleiri íslenska merkisdaga? NÝ ORÐ • lýðveldi • fjallkona • þjóðsöngur Þjóðhátíðardagur Íslendinga Lýðveldið Ísland var stofnað á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar þann 17. júní. Mikil hátíðarhöld voru á Þingvöllum þennan fyrsta þjóðhátíðardag. Ár hvert er stofnun lýðveldisins fagnað um land allt. Fólk klæðist þjóðbúningum og íslenska þjóðfánanum er flaggað. Fólk fer einnig í skrúðgöngur, fjallkonan flytur ljóð og þjóðsöngurinn okkar, Lofsöngur, er sunginn. faldbúningur búningur karla peysuföt upphlutur skautbúningur Íslendingar eiga margar gerðir af þjóðbúningum: Fjallkonan birtist okkur oft í kyrtli sem er einn af þjóðbúningum Íslendinga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=