Halló heimur 3 - nemendabók

114 Sjálfstæð þjóð Árið 1944 fengu Íslendingar loks fullt sjálfstæði frá Danmörku og máttu velja sinn eigin þjóð- höfðingja. Íslendingar ákváðu að þjóðhöfðinginn kallaðist forseti. Þjóðin kýs einnig fólk til að starfa á Alþingi. Í fyrstu voru bara karlmenn á Alþingi. Þeir kusu Svein Björnsson sem fyrsta forseta lýðveldisins Íslands. Í dag starfa bæði þingmenn og þingkonur á Alþingi. Þau setja lög fyrir landið sem forsetinn samþykkir. Danska konungsmerkið má enn sjá á þaki Alþingishússins. Finnst ykkur ekki skrýtið að það hafi engar konur verið á Alþingi árið 1944? Tja, á þessum tíma þótti mörgum ekki viðeigandi fyrir konur að sinna stjórnmálum. Mér finnst það ósanngjarnt, við erum alls konar og þá ættu fulltrúar okkar líka að vera alls konar. Af hverju? Mínerva sagði að við hefðum verið fyrsta þjóðin til að kjósa konu sem forseta svo þetta hefur sem betur fer breyst.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=