Halló heimur 3 - nemendabók

113 1. Hver er það sem prýðir 500 króna seðilinn? 2. Hvað er ein öld langur tími? 3. Hvað þýðir nafn Kristjáns X.? NÝ ORÐ • þegn • leiðtogi • vald Konungsríkið Ísland Fyrir meira en öld ríkti danskur konungur yfir Íslandi. Hann hét Kristján X. Þann 1. desember 1918 samþykkti Kristján X. að veita Íslendingum vald til að stjórna sjálfir landi sínu. Þannig varð eyjan okkar konungsríkið Ísland en tilheyrði þó enn danska konungnum. Þessi dagur varð því mikilvæg dagsetning í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Kristján X. (tíundi) hét fullu nafni Christian Carl Frederik Albert Alexander Vilhelm af Glücksborg. Einmitt! Og svo kom danskur kóngur áður en við fengum fyrsta forsetann okkar! Vá, ekki vissi ég að norski forfaðir minn hefði verið kóngur yfir Íslandi… Sjálfstæði þýðir að við megum: ● ráða yfir landinu okkar sjálf ● setja okkar eigin lög ● gera samninga við aðrar þjóðir VISSIR ÞÚ?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=