112 Sjálfstæðisbaráttan Í upphafi voru Íslendingar sjálfstæð þjóð. Eftir miklar deilur milli íslenskra höfðingja sömdum við um að gerast þegnar Noregskonungs og fá aðstoð til að skapa frið. Á næstu öldum urðu margvíslegar breytingar á Norðurlöndum og þannig færðist Ísland undir konungsveldi Danmerkur. Svo kom að því að Íslendingar vildu sjálfstæði sitt aftur. Baráttan fyrir sjálfstæðinu tók meira en 100 ár. Jón Sigurðsson var helsti leiðtogi hennar. Hann var stundum kallaður Jón forseti. Hann var reyndar ekki forseti Íslands en hann var forseti Alþingis. Jón Sigurðsson fæddist 17. júní 1811. Er þessi dagur eitthvað kunnuglegur? Á Sturlungaöld börðust voldugar ættir um völdin í landinu. Samningurinn á milli Íslendinga og Noregskonungs kallaðist Gamli sáttmáli.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=