Halló heimur 3 - nemendabók

109 Verkefni og umræður Birna og Birkir eru mjög líkir tvíburar en þó ekki alveg eins. Hvað er líkt og ólíkt með þeim útlitslega? Haldið þið að þau hafi sömu áhugamál, sömu vinina og geri alla hluti eins? Spjallið saman. Líf er að búa til tákn fyrir börn sem vilja segja frá ofbeldi en eiga erfitt með að tala. Táknin geta þau skrifað í lófann og sýnt öðrum. S þýðir STOPP, hættu að stríða mér. H þýðir HJÁLP, ég þarf aðstoð fullorðinna. Hjarta þýðir MÉR LÍÐUR VEL. Hvaða fleiri táknum væri gott að bæta á listann hennar? Þrautseigja, gleði, einbeiting, umhyggjusemi, tillitssemi og vinátta eru orð sem Trausti og Saga ætla að læra. Þau vilja sýna þessa dýrmætu eiginleika í verki. Hjálpaðu þeim að finna aðferðir til þess. Ræðið málin og skrifið hugmyndirnar niður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=