Halló heimur 3 - nemendabók

108 Góð vinátta er ekki bara að vera til staðar fyrir vini sína heldur líka að vera til staðar fyrir okkur sjálf. Stundum horfum við á annað fólk og hugsum: Af hverju? Betra er að hugsa svona: Svona er ég NÝ ORÐ • vinátta • eintak • dýrmætt Finnst þér einhvern tímann að þig vanti vin eða vinkonu? Hvernig væri þá að vera besti vinur sinn? Eða besta vinkona sín? Eða besta vinið sitt? Þú gerir það með því að tala fallega og hvetjandi til þín. Ég vil vera eins og hún… Mig langar að geta þetta eins og hann… Ég er nóg! Ég er frábær eins og ég er! Það er bara til eitt eintak af mér! Ég er dýrmæt manneskja eins og ég er! Hán er svo klárt í stærðfræði, ég vildi að ég væri það líka!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=