Halló heimur 3 - nemendabók

9 NÝ ORÐ • sporbaugur • kúlulaga • ljósár Reikistjörnur 1. Hvað heita reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar? 2. Hvaða kúlulaga hluti þekkir þú? 3. Hvað er bergreikistjarna? Það tekur Jörðina eitt ár að fara hring um sólu. Hvað tekur það hinar reikistjörnurnar langan tíma? Reikistjörnur eru stundum kallaðar plánetur. Þær eru í raun ekki stjörnur heldur kúlulaga hnettir. Sumar eru úr bergi og málmum en aðrar flokkast sem gashnettir. Gashnettir eru úr gasi og vökva en hafa líka bergkenndan kjarna. Reikistjörnurnar eru bjartar og sumar sjást með berum augum á næturhimninum. Þær framleiða þó ekki ljós sjálfar heldur endurkasta sólarljósinu. Bergreikistjörnur Merkúríus Venus Jörðin Mars Gashnettir Júpíter Satúrnus Úranus Neptúnus Úranus 84 ár Neptúnus 165 ár Venus 225 dagar Merkúríus 88 dagar Satúrnus 30 ár Júpíter 12 ár Jörð 365 dagar Mars 687 dagar Sól að vegalengdir í geimnum eru mældar í ljósárum? VISSIR ÞÚ

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=