107 1. Hver ber ábyrgð á ofbeldi sem er beitt? 2. Hver er munurinn á stríðni og einelti? 3. Hvað á barn, sem er beitt ofbeldi, að gera? NÝ ORÐ • líkamlegt • kynferðislegt • andlegt Einelti er endurtekin, nidurlægjandi framkoma sem veldur vanlíðan. Einelti er alltaf ofbeldi. Ef einhver hótar barni, gerir lítið úr því eða lætur því líða illa með orðum og hegðun, þá er það andlegt ofbeldi. Það getur verið erfitt fyrir börn að segja frá ef þau hafa verið beitt ofbeldi. Þau geta verið hrædd um að vera ekki trúað eða vera tekin af heimili sínu. Það er samt alltaf best að segja frá til að ofbeldið haldi ekki áfram. Margt fullorðið fólk vinnur við að hjálpa börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Barn sem verður fyrir ofbeldi þarf oft margvíslega hjálp frá sálfræðingum, félagsráðgjöfum, læknum og fleira fagfólki. Neyðarlínan er opin alla daga og allar nætur.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=