106 Ofbeldi Því miður verða sum börn fyrir ofbeldi. Það getur gerst á heimilinu, hjá ættingjum, í skólanum, á æfingum og víðar. Ofbeldi er aldrei barninu að kenna. Ef einhver meiðir börn er talað um líkamlegt ofbeldi. Það má til dæmis ekki klípa börn, sparka í þau, hrinda þeim eða lemja. Kynferðislegt ofbeldi er þegar börn eru látin horfa á myndir af nöktu fólki gera skrýtna hluti við líkama sinn. Líka þegar talað er við þau um kynlíf á óþægilegan hátt, kynfæri þeirra snert eða þau látin snerta kynfæri annarra. Það er samt nauðsynlegt og eðlilegt að læra um mannslíkamann, útlit hans og hvernig börnin verða til. Það er kynfræðsla. Stundum beita börn ofbeldi. Þá þarf að hjálpa þeim að breyta hegðun sinni. Það þarf að hjálpa börnum sem búa við heimilisofbeldi. Við skulum aldrei gefast upp heldur leita hjálpar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=