Halló heimur 3 - nemendabók

105 1. Hvað eru mörk? 2. Hvað er best að gera ef mörkin okkar eru ekki virt? 3. Hvernig geta samskiptareglur hjálpað okkur? NÝ ORÐ • ímynda • virða • samfélag Stundum vill hópurinn, sem við erum í, gera eitthvað sem við viljum ekki gera. Þá er mikilvægt að við segjum okkar skoðun. Það er ekki dónaskapur að vera ósammála öðrum og setja mörk. Samfélagið okkar hefur ákveðið að setja mörk á það hvað má og má ekki gera. Við köllum það lög og reglur. Bæði börn og fullorðnir þurfa stundum hjálp við að muna að sýna öðrum góðvild og virðingu. Reglur hjálpa okkur öllum að muna að sýna tillitssemi. Við höfum öll rétt á að segja okkar skoðun. Nærgætni og hjálpsemi eru góðir eiginleikar. Velkomin á snúruna! Burt! Ég finn mér bara nýja snúru með færri fuglum! Arg! Þetta er mitt pláss! Úff! Frá!! Hæ! Kemurðu oft hingað?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=