Halló heimur 3 - nemendabók

104 Við setjum mörk Við getum hugsað okkur mörk eins og línu sem má ekki fara yfir án leyfis. Við stjórnum því sjálf hvar þessi ímyndaða lína liggur. Mörkin okkar eru ólík. Sum börn vilja faðmlög og klapp á bakið. Öðrum finnst það óþægilegt. Það er eðlilegt. Við þurfum að læra að virða þau mörk sem annað fólk setur. Okkur líður illa þegar við finnum að fólk fer yfir mörkin okkar. Þá er mikilvægt að láta vita svo að fólk skilji okkur og taki tillit til okkar. Ég elska faðmlög og að kúra með fjölskyldunni minni. Mér finnst geggjað að leiða vini mína og knúsa þá! Já, auðvitað! Við erum bara ólík. Mér finnst bara gott þegar mamma og pabbi faðma mig. Ég vil eiginlega ekki mikið knús, vona að þér sé sama!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=