103 1. Hvað hefur þú valið í dag? 2. Hvers vegna þurfa foreldrar stundum að velja fyrir börnin sín? 3. Hvað þýðir orðatiltækið að vera frjáls eins og fuglinn fljúgandi? NÝ ORÐ • kostur • eldast • ábyrgð Sumt getum við ekki valið. Við veljum ekki: Hvar við fæðumst. Hvort við veikjumst. Hver fjölskylda okkar er. Kyn okkar eða kynhneigð. Hvort við séum heilbrigð. Stundum tekur fullorðið fólk valið af börnum. Það getur verið nauðsynlegt eins og að leyfa börnum ekki að borða bara ís í kvöldmatinn, eða fara seint að sofa. En það getur líka verið sárt eins og þegar foreldrar ákveða að flytja, eða jafnvel skilja. Það er gott að hafa frelsi til að velja en því fylgir líka ábyrgð.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=