100 Líkt og ólíkt Væri ekki skrýtið ef allar manneskjur væru eins? Reyndar erum við næstum eins. Við höfum öll tilfinningar, vonir og þrár og það er bara pínulítill hluti í erfðaefninu okkar sem ákvarðar útlit okkar og aðra eiginleika. Það sem aðgreinir okkur er frekar uppeldi, áhugamál og meðfæddir hæfileikar. Einnig skapgerð en hún stjórnar því hvernig við bregðumst við ýmsu áreiti. Ég verð reið þegar fólk meiðir dýr, líka skordýr! Mér sárnar þegar fólk segir ljót orð við mig. Ég verð fúl ef mér mistekst eitthvað. Ég verð hræddur í nýjum aðstæðum. Ég verð leiður ef illa er gengið um náttúruna. Mér finnst ömurlegt að hlusta á fólk rífast.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=