Sólkerfið okkar Jörðin er reikistjarna. Þegar ein eða fleiri reikistjörnur eru á sporbaug umhverfis sól kallast það sólkerfi. Í sólkerfinu okkar eru átta reikistjörnur: Merkúríus, Venus, Jörð, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Mörgum reikistjörnum fylgja minni hnettir sem kallast tungl. Júpíter og Satúrnus hafa fleiri en 50 tungl hvor! Í sólkerfinu eru líka fimm dvergreikistjörnur, yfir 200 tungl og milljarðar af smáhnöttum eins og smástirnum, loftsteinum og halastjörnum. Sólkerfið okkar er hluti af hundruðum milljarða stjarna sem kallast Vetrarbraut. Fróðný Vá! Milljarðar af smáhnöttum. Það eru nokkur núll! Hvað eru eiginlega mörg núll í milljarði? Örugglega óteljandi… Stjörnumerkið Karlsvagninn. 8
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=