Halló heimur 3 - nemendabók

HALLÓ HEIMURGrúskarar á fleygiferð!

Í þessari bók lærið þið um: • himingeiminn • kraft og hreyfingu • heilbrigða sál í hraustum líkama • blóm, tré og ræktun • öryggi á leiksvæðum, vatni og sjó og á byggingarsvæðum • eldfjallaeyjuna Ísland • trúarbrögð í heiminum • hvað er líkt og ólíkt með okkur öllum, (um) ofbeldi og að setja mörk • sjálfstæði Íslands og þjóðargersemar nemendabók HALLÓ HEIMUR Grúskarar á fleygiferð!

HALLÓ HEIMUR Thor Saga Líf Artie Sofia Trausti Birna Birkir Fróðný Jónella Sigurjónsdóttir Unnur María Sólmundsdóttir Grúskarar á fleygiferð! Myndhöfundur: Iðunn Arna

2 Himingeimurinn ............. 4 Sól og máni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Dagur og nótt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 Sólkerfið okkar . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8 Reikistjörnur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9 Gervitungl . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 Geimrusl . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11 Ósonlagið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 Loftslagsbreytingar . . . . . . . . . . . . . . 13 Umhverfismál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 Samgöngur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . 17 Kraftur og hreyfing . . . . . . . . 18 Þyngdarkraftur í geimnum . . . . . . . . . . . 20 Þyngdarkraftur Jarðar . . . . . . . . . . . . . . 22 Núningur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24 Loftmótstaða...................... 26 Vatnsmótstaða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . 29 Í blóma lífsins . . . . . . . . . . . . . . . . . . 44 Ræktun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 46 Umhverfið okkar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 48 Blóm . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 50 Ljóstillífun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 51 Tré . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 52 Skógar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 53 Hringrás orkunnar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 54 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 55 Náttúrugreinar Efnisyfirlit Heilbrigð sál í hraustum líkama ................ 30 Melting og meltingarkerfi . . . . . . . . . . . . . . . . . 32 Vöðvar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 34 Blóð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 36 Hringrás blóðsins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 37 Innri líffæri . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 38 Hreyfing . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 40 Svefn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 41 Geðrækt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 43

3 Ég er nóg . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 98 Líkt og ólíkt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 100 Við höfum val . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 102 Við setjum mörk . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 104 Ofbeldi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 106 Svona er ég . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 108 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 109 Ísland er land þitt . . . . . . . . . . 110 Sjálfstæðisbaráttan . . . . . . . . . . . . . . . . . 112 Konungsríkið Ísland . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 113 Sjálfstæð þjóð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 114 Þjóðhátíðardagur Íslendinga . . . . . . . . . . 115 Þjóðhátíðardagar annarra þjóða . . . . . 116 Þjóðhöfðingi Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . 118 Allar þjóðir eiga sinn fána . . . . . . . . . . . . 120 Skjaldarmerki Íslands . . . . . . . . . . . . . . . . . . 121 Þjóðargersemar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 122 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 123 Samfélagsgreinar Eldfjallaeyjan Ísland . . . . . . . 70 Eyjan Ísland . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 72 Hálendið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 74 Láglendið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 76 Hvar býr fólkið? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 78 Landshlutar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 80 Kort og áttir 82 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 83 Trúarbrögð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 84 Kristin trú . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 86 Íslam . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 88 Hindúatrú . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 90 Búddadómur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 92 Kínversk þjóðtrú . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 94 Shinto trú . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 96 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 97 Örugg í umhverfinu . . . . . . . . . 56 Leiktæki stór og smá . . . . . . . . . . . . . . . . . 58 Hættur á leiksvæðum . . . . . . . . . . . . . . . . . 59 Hvað er nú þetta? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 60 Hættuleg dýr? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 61 Sjór og bryggjur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 62 Bátsferðir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 63 Ár og vötn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 64 Hættur á byggingarsvæðum . . . . . . . . . . . . 66 Flugeldar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 68 Verkefni og umræður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 69 Hugtök ............................ 124

Í þessum kafla ætlum við að: ● læra um sólkerfið okkar ● fræðast um geimrusl ● kynnast hlutverki ósonlagsins 4 HIMINGEIMURINN

Við ætlum líka að æfa okkur í að: ● búa til orðasúpu ● setja upp töflu 5

6 Sól og máni Ef tunglið lendir á milli sólar og Jarðar sést skuggi þess á Jörðinni. Það kallast sólmyrkvi. Þá ríkir myrkur á hluta Jarðarinnar. Ef Jörðin lendir á milli tungls og sólar sést skuggi hennar á tunglinu. Það kallast tunglmyrkvi. Hátt á himni sjáum við glóandi sólstjörnu sem hitar Jörðina. Sólarljósið er uppspretta alls lífs. Tunglið er eini fylgihnöttur Jarðar. Það snýst í kringum hana á 28 dögum. Tunglið snýr alltaf sömu hliðinni að Jörðu. Við getum séð gíga og landslag þess með berum augum. Tunglið er eini hnötturinn sem geimfarar hafa heimsótt. Þegar sólin losar orku úr læðingi kemur blossi sem kallast sólgos. sólmyrkvi tunglmyrkvi

7 NÝ ORÐ • sólstjarna • gígur • möndull 1. Hvaða samheiti eiga a) sólin og b) tunglið? 2. Í hvaða tímaeiningar skiptist sólarhringurinn? 3. Hvað hefur Jörðin mörg tungl? Jörðin snýst um möndul sinn. Hún er 24 klukkustundir að snúast einn hring. Það kallast sólarhringur. Hann skiptist í klukkustundir, mínútur og sekúndur. Dagur og nótt Sólarhringurinn skiptist einnig í dag og nótt. Dagur er á þeim helmingi Jarðar sem snýr að sólinni hverju sinni. Á hinum helmingnum ríkir nóttin og tunglið. Jörðin snýst líka í kringum sólina. Það tekur hana 365 daga, eða eitt ár, að fara heilan hring. Jörðin er 365 daga og sex klukkustundir að fara heilan hring um sólina. 29. febrúar, þegar Thor á afmæli. En hvaða dagur er það? Þess vegna erum við með hlaupársdag á fjögurra ára fresti til að jafna tíma- talið út. Ha, er Thor þá bara 2ja ára gamall?

Sólkerfið okkar Jörðin er reikistjarna. Þegar ein eða fleiri reikistjörnur eru á sporbaug umhverfis sól kallast það sólkerfi. Í sólkerfinu okkar eru átta reikistjörnur: Merkúríus, Venus, Jörð, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Mörgum reikistjörnum fylgja minni hnettir sem kallast tungl. Júpíter og Satúrnus hafa fleiri en 50 tungl hvor! Í sólkerfinu eru líka fimm dvergreikistjörnur, yfir 200 tungl og milljarðar af smáhnöttum eins og smástirnum, loftsteinum og halastjörnum. Sólkerfið okkar er hluti af hundruðum milljarða stjarna sem kallast Vetrarbraut. Fróðný Vá! Milljarðar af smáhnöttum. Það eru nokkur núll! Hvað eru eiginlega mörg núll í milljarði? Örugglega óteljandi… Stjörnumerkið Karlsvagninn. 8

9 NÝ ORÐ • sporbaugur • kúlulaga • ljósár Reikistjörnur 1. Hvað heita reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar? 2. Hvaða kúlulaga hluti þekkir þú? 3. Hvað er bergreikistjarna? Það tekur Jörðina eitt ár að fara hring um sólu. Hvað tekur það hinar reikistjörnurnar langan tíma? Reikistjörnur eru stundum kallaðar plánetur. Þær eru í raun ekki stjörnur heldur kúlulaga hnettir. Sumar eru úr bergi og málmum en aðrar flokkast sem gashnettir. Gashnettir eru úr gasi og vökva en hafa líka bergkenndan kjarna. Reikistjörnurnar eru bjartar og sumar sjást með berum augum á næturhimninum. Þær framleiða þó ekki ljós sjálfar heldur endurkasta sólarljósinu. Bergreikistjörnur Merkúríus Venus Jörðin Mars Gashnettir Júpíter Satúrnus Úranus Neptúnus Úranus 84 ár Neptúnus 165 ár Venus 225 dagar Merkúríus 88 dagar Satúrnus 30 ár Júpíter 12 ár Jörð 365 dagar Mars 687 dagar Sól að vegalengdir í geimnum eru mældar í ljósárum? VISSIR ÞÚ

10 Gervitungl Á sporbaugi Jarðar eru manngerð tæki á sveimi sem kallast gervitungl. Þau eru send út í geim í margvíslegum tilgangi. Gervitungl eru ólík í laginu og glampar frá þeim geta verið mjög greinilegir. Það er jafnvel hægt að sjá þau að degi til. Veðurtungl senda myndir til Jarðar sem eru notaðar til að gera veðurspár. Geimstöðvar eru heimili og vinnustaðir fólks sem starfar úti í geimnum. Sumar þjóðir nota njósnahnetti til að fylgjast hver með annarri. Í geimsjónauka má sjá vetrarbrautir og stjörnuþokur í ljósára fjarlægð. Fjarskiptatungl senda gögn á milli skipa, flugvéla og bifreiða. Könnunarflaugar eru ómannaðar. Þær taka myndir og sýni og leita að lífi á öðrum reikistjörnum.

11 1. Hvað eru gervitungl? 2. Hvað merkir að sveima á sporbaug? 3. Hvers vegna er mikilvægt að hreinsa ruslið í geimnum? NÝ ORÐ • manngert • sveima • geimskot Geimrusl Ónýt gervitungl og aðrir hlutir í geimnum kallast geimrusl. Þetta eru leifar geimskota en tengjast einnig óhöppum og slysum í geimnum. Rusl er líka skilið eftir viljandi. Geimrusl ferðast á miklum hraða. Það getur sveimað á sporbaug í nokkur ár, eða aldir, áður en það fellur til Jarðar. Það er hættulegt fyrir geimskip eða gervitungl að lenda í árekstri við geimrusl. Allt geimrusl í sólkerfinu okkar kemur frá Jarðarbúum. Geimur er ekki ruslaheimur!

12 Ósonlagið Í lofthjúpnum umhverfis Jörðina eru nokkrar gastegundir. Ein þeirra er óson. Það myndar þunnt lag sem verndar okkur fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar. Ósonlagið gegnir mikilvægu hlutverki fyrir lífríki Jarðar. Ekki er víst að líf hefði þróast á reikistjörnunni okkar án þess. Vá, ég finn hvernig geislarnir hita húðina mína! Geislarnir geta valdið krabbameini… þeir sjást ekki með berum augum. Nú verðið þið öll að bera á ykkur til að vernda húðina fyrir sólargeislunum! Þetta eru útfjólubláir geislar. Þeir eru rosalega flottir! Ákveðin efni, til dæmis í úðabrúsum og kæliskápum, valda því að ósonlagið þynnist og þá getur myndast gat. Sumar þjóðir hafa gert samkomulag um að banna efni sem geta skaðað ósonlagið. Bannið hefur orðið til þess að ósonlagið hefur smám saman jafnað sig. En ég vil verða sólbrúnn og ég sé hvergi þessa geisla…

13 1. Hvernig getum við verndað húðina fyrir sólargeislum? 2. Hvers vegna hækkar hitastig Jarðar? 3. Hvað verður um jökla Jarðar ef hún hlýnar of mikið? NÝ ORÐ • útfjólublátt • hlýskeið • jarðefna- eldsneyti Loftslagsbreytingar Veðrið breytist eftir árstíðum. Sumrin eru hlý og veturnir kaldari. Loftslagsbreytingar verða líka hægt og rólega á löngu tímabili. Ísaldir skiptast í jökulskeið og hlýskeið. Við lifum á hlýskeiði. 1 Sólin vermir Jörðina með geislum sínum. 2 Gróðurhúsaloft- tegundir virka eins og gler í gróðurhúsi. Þær hleypa sólar- geislunum inn en ekki út. 3 Þegar gróðurhúsa- lofttegundirnar fanga sólargeislana hitnar Jörðin eins og hún væri inni í gróðurhúsi. 1 2 3 Hmm … hvað ætli sé heitt inni í þessu gróðurhúsi? Þegar jarðefnaeldsneyti er brennt myndast koltvísýringur. Of mikið af honum veldur auknum gróðurhúsaáhrifum. Þá hitnar enn meira á Jörðinni. Við þurfum að læra að hægja á þessum breytingum til að skila Jörðinni heilbrigðri til næstu kynslóða.

14 Umhverfismál NÝ ORÐ • umhverfisvænt • hráefni • einnota Margt af því sem er í umhverfi okkar er búið til af fólki. Allt sem við framleiðum hefur áhrif á náttúruna. Stundum er framleiðslan umhverfisvæn en stundum fylgir henni mengun. Umhverfisslys og mengun frá verksmiðjum geta haft alvarleg áhrif á Jörðina okkar og ógnað dýralífi. Gott er að velja vörur úr umhverfisvænum hráefnum sem brotna niður í náttúrunni. Best er að kaupa sem minnst af einnota hlutum. Saklaus dýr verða oft fyrir barðinu á umgengni mannfólksins.

15 Við eigum bara eina Jörð. Hvernig getum við hugsað vel um hana og lífríki hennar? 1. Nefnið dæmi um einnota hluti. 2. Hvað þýðir orðið mengun? 3. Hvers vegna er ekki gott að henda rusli úti í náttúrunni? Borða mat úr heimabyggð. Safna fræjum og rækta upp skóga. Kaupa minna og velja umhverfisvænar vörur. Nota merktar gönguleiðir. Njóta landsins okkar og ganga vel um það. Drekka kranavatn en ekki kaupa vatn í flöskum. Tína rusl í náttúrunni. Semja lög sem vernda umhverfið … … eða sönglög! Rækta krydd og matjurtir.

16 Í gamla daga ferðaðist fólk fótgangandi eða á hestbaki á milli staða. Ferðalög gátu verið erfið og hættuleg og þau tóku langan tíma. Vörður voru notaðar til að rata. Þetta voru mjög umhverfisvænar samgöngur. Hjólreiðar eru heilsusamlegar fyrir fólk og náttúru. Til eru umhverfisvænni leiðir, til dæmis reiðhjól og bifreiðar, sem ganga fyrir rafmagni eða almenningsvagnar sem brenna metangasi. Samgöngur Í dag eru bifreiðar, skip og flugvélar helstu samgöngutækin. Þau ganga flest fyrir bensíni og olíu sem er afar mengandi eldsneyti. NÝ ORÐ • varða • samgöngutæki • metangas Rafmagnsbílar henta vel á Íslandi því hér er rafmagn framleitt á umhverfisvænan hátt. Almennings- samgöngur eru umhverfisvænni en einkabíllinn.

17 Verkefni og umræður Thor er að gera orðasúpu um sólkerfið en vantar orð sem tengjast geimnum til að nota í þrautinni. Geimorðasúpuna ætlar hann svo að leggja fyrir fjölskylduna. Þitt verkefni er að hjálpa honum að búa til lista með 20 geimorðum. Í afmæli Thors komst Birna að því að hann væri í fiskamerkinu. Það er stjörnumerki fólks sem fæðist á tímabilinu 19. febrúar til 20. mars. Hún komst líka að því að til eru 11 önnur stjörnumerki! Hjálpaðu henni að gera töflu með stjörnumerkjunum og skrá tímabilin þeirra. Fróðný er að hanna samgöngutæki fyrir fjölskyldur sem vilja ferðast á milli sólkerfa. Hún vill að það gangi fyrir sólarorku. Hjálpaðu henni að þróa hugmyndina.

18 Í þessum kafla ætlum við að: ● kynnast þyngdarkrafti ● skoða núningskraft ● læra um vatns- og loftmótstöðu KRAFTUR OG HREYFING

19 Við ætlum líka að æfa okkur í að: ● mála með þyngdarkraftinum ● búa til pappírsflaugar

20 Þyngdarkraftur í geimnum Í geimvísindum er notað hugtakið þyngdarkraftur. Hann virkar þannig að mjög stórir og þungir hlutir draga minni fyrirbæri í kringum sig til sín. Þessi kraftur er líka stundum kallaður aðdráttarafl. Sólin okkar er mjög stór og hefur mikinn þyngdarkraft. Hún heldur reikistjörnunum á sporbaug umhverfis sig með sínum sterka þyngdarkrafti. Allar reikistjörnurnar og tunglin í sólkerfinu hafa þyngdarkraft og draga til sín minni hluti. Stelpur, hafið þið séð Thor? Af því ég er á tunglinu og það hefur minni þyngdarkraft en Jörðin! Heyrðu Saga! Af hverju ertu bara 5 kg á þyngd? Ég hélt við værum jafnþungar!

21 NÝ ORÐ • þyngdarkraftur • fyrirbæri • þyngdarlaust 1. Hvers vegna er ekki hægt að ganga á sólinni? 2. Hvað ertu mörg kíló ef þú ert þyngdarlaus? 3. Hver var fyrsti íslenski geimfarinn? Þyngd okkar stjórnast af þyngdarkrafti Jarðar. Ef við værum á tunglinu værum við mun léttari og gætum hoppað mjög hátt. Ef við værum á Júpíter værum við mjög þung og ættum erfitt með að hreyfa okkur. Það er vegna þess að Júpíter er miklu stærri en Jörðin. Geimurinn er stór. Langt frá stjörnum og reikistjörnum er lítill sem enginn þyngdarkraftur. Í geimnum erum við þyngdarlaus og myndum svífa stefnulaust um. Það væri gaman að geta hoppað jafn hátt og tunglfari! Bjarni Tryggvason var fyrsti Íslendingurinn til að fara út í geim. Í geimnum snýr ekkert upp eða niður.

22 Þyngdarkraftur Jarðar Þegar við köstum bolta upp í loft kemur hann niður til okkar aftur í stað þess að fara hærra og hærra. Það er vegna þess að Jörðin hefur sinn eigin þyngdarkraft. Hún er mjög stór, stærsta fyrirbærið í nágrenni okkar jarðarbúa. Þess vegna drögumst við og boltinn okkar að Jörðinni frekar en sólinni. Ef það væri enginn þyngdarkraftur þá myndum við einfaldlega svífa út í geim. Ætli Jörðin geti misst þyngdarkraft sinn?

23 NÝ ORÐ • svífa • andstætt • flóð 1. Nefndu dæmi um hvernig þyngdarkraftur Jarðar virkar. 2. Hvað myndi gerast ef slökkt yrði á þyngdarkrafti Jarðarinnar? 3. Hvernig virkar þyngdarkraftur tunglsins á Jörðina? Þyngdarkraftur Jarðar hefur líka áhrif á það hvernig plöntur vaxa. Þær teygja sig upp í átt að ljósinu en ræturnar vaxa í andstæða átt. fjara þyngdarkraftur tunglsins tunglið flóð flóð Munurinn á flóði og fjöru getur verið mjög mikill. Tunglið okkar hefur einnig þyngdarkraft. Það nær samt ekki að toga Jörðina til sín því hún er stærri. Hins vegar nær það að toga aðeins í yfirborð sjávar á Jörðinni. Þannig stjórnar tunglið flóði og fjöru.

24 Núningur Núningur skapast þegar tveir hlutir nuddast saman. Þá verður til hreyfiorka sem breytist í varmaorku. Núningur er nauðsynlegur því hann veitir mótstöðu. Það væri erfitt að standa upp ef núningur væri ekki til staðar. Án hans myndum við bara renna út um allt. Núningur getur aukið öryggi okkar. Ef við notum hanska eða skó með grófu yfirborði höfum við betra grip og dettum síður. Þegar okkur er kalt á höndunum nuddum við stundum saman lófunum. Þá myndast núningur og hiti. Okkur hlýnar. Hvernig er sólinn á skónum þínum?

25 NÝ ORÐ • núningur • mótstaða • gróft 1. Hvað gerist þegar við nuddum köldum höndum saman? 2. Hvers vegna eru fjallgönguskór ekki með sléttum botni? 3. Hvenær er gott að minnka núning? Gróft yfirborð eykur núning en slétt yfirborð minnkar hann. Vökvi og olíur minnka núninginn enn meira. Við setjum vatn í vatnsrennibrautir til að komast hraðar. Við smyrjum vélar með olíu til að draga úr hita og minnka slit þegar þær vinna. Hefur þú prófað að nudda blöðru við hár? Mikill núningur skapar stöðurafmagn sem fær öll hárin til að forðast hvert annað. Þess vegna stendur hárið út í loftið.

26 Loftmótstaða Andrúmsloftið í kringum okkur skapar núning sem hægir á öllum hlutum. Þessi núningur kallast loftmótstaða. Sum fyrirbæri eiga auðveldara með að ferðast í gegnum loftið en önnur. Flugvélar smjúga í gegnum það vegna þess að þær eru straumlínulagaðar líkt og fuglar. Flugvél sem væri eins og stór teningur í laginu myndi skapa mun meiri loftmótstöðu, fara hægt og eyða mikilli orku. Eftir hverju skyldu fuglarnir vera að steypa sér?

27 1. Finndu dæmi um fleiri straumlínulöguð dýr en fugla. 2. Hvort skapar golfkúla eða körfubolti meiri loftmótstöðu? 3. Nefndu hluti sem eru lengi að falla til jarðar. NÝ ORÐ • loftmótstaða • straumlínulagað • yfirborð Hlutir sem hafa stórt yfirborð skapa mikla loftmótstöðu. Það höfum við lært að nýta okkur á margan hátt. Þegar fallhlífastökkvarar stökkva úr flugvél eða fram af háu fjalli nota þeir loftmótstöðuna til að svífa til Jarðar án þess að slasast. Hvers vegna hrapar fólkið ekki beint til jarðar? Ef laufblað og epli detta af tré á sama tíma fellur eplið fyrr til jarðar því loftmótstaðan hefur minni áhrif á það en laufblaðið.

28 Vatnsmótstaða NÝ ORÐ • vatnsmótstaða • hanna • herma Ein tegund núnings kallast vatnsmótstaða. Hún er kraftur sem hægir á því sem ferðast í vatni. Eftir hvaða dýrum ætli hönnuðirnir hafi hermt við gerð þessara kafbáta? Dýr sem lifa í vatni hafa þróast þannig að straumlínulögun þeirra vinnur gegn vatnsmótstöðu. Þau eiga því auðveldara með að ferðast um og komast hraðar. Þegar fólk hannar farartæki sem eiga að ferðast í gegnum vatn hermir það eftir dýrunum og hefur farartækin straumlínulöguð.

29 Verkefni og umræður Artie málar með pendúl. Hann notar þyngdarkraft Jarðar til að sveifla pappamáli með málningu. Hann gerir lítið gat á botn bollans og sveiflar honum rólega af stað. Svo skiptir hann um málningu og sveiflar pappamálinu af meiri krafti. Framkvæmið pendúltilraun Arties með þremur litum og skoðið mynstrið sem kemur í ljós. Fróðný velti fyrir sér loftmótstöðu. Hún útbjó nokkrar mismunandi pappírsflaugar og kannaði hversu langt hún gat blásið þeim með pappírsröri. Heldur þú að það skipti máli hvernig flaugarnar eru í laginu? Hannaðu þrjár ólíkar pappírsflaugar og sjáðu hvað gerist. Birkir og Birna bjuggu til spennandi leik. Þau fengu leyfi hjá Mínervu til að hella pappírshringjum úr gatara á borðið. Svo nudduðu þau blöðrum við peysurnar til að búa til stöðurafmagn og töldu hversu margir pappírshringir festust við blöðrurnar. Keppandinn sem fékk flesta pappírshringi stóð uppi sem sigurvegari. Hver ætli sé rafmagnaðasti keppandinn í þínum bekk? Endurtakið þennan skemmtilega leik.

30 HEILBRIGÐ SÁL Í HRAUSTUM LÍKAMA Í þessum kafla ætlum við að: ● læra um meltingarkerfið ● skoða starfsemi hjarta og lungna ● kynnast heilsueflandi líferni

31 Við ætlum líka að æfa okkur í að: ● taka púlsinn hvert hjá öðru ● þekkja tákn og merki

32 Melting og meltingarkerfi Hlutverk meltingarkerfisins er að brjóta fæðuna niður í litlar agnir sem líkaminn getur nýtt sem orku. Á leið sinni fer fæðan í gegnum nokkur líffæri sem kallast meltingarkerfi. Í munninum bætir munnvatnið slími við matinn til að mýkja hann áður en við kyngjum. Rörið sem flytur matinn frá koki niður í maga nefnist vélinda. Slímið smyr vélindað líka. Í maganum maukast maturinn og brotnar niður. En hvað svo? Allur matur á að fara upp í munn og ofan í maga.

33 1. Hvernig gefur líkaminn okkur merki um að við séum svöng? 2. Hvaða hlutverki gegna tennurnar í meltingarferlinu? 3. Hvað köllum við úrganginn sem kemur út um endaþarmsopið? NÝ ORÐ • munnvatn • næringarefni • endaþarmur Þannig hefst meltingin þegar tennurnar mala fæðuna og lýkur þegar við kúkum. Næst færist maukið niður í smáþarmana. Þeir eru sex metra langir. Þar tekur líkaminn upp vítamín, vatn og næringu. Lifrin býr til gall og geymir í gallblöðrunni. Ef mikil fita er í maukinu dælir líkaminn gallinu saman við til að leysa hana upp. Loks tekur ristillinn við. Hann fjarlægir vatn og næringarefni og skilur eftir brúnleitan úrgang sem við losum út um endaþarminn. munnur munnvatnskirtill vélinda lifur magi bris ristill smáþarmar gallblaðra botnlangi kok endaþarmur

34 Vöðvar Í líkamanum eru yfir 640 vöðvar. Hlutverk þeirra er að hreyfa hann og stjórna líffærunum. Hjartavöðvinn er einstakur. Hann dælir blóðinu um líkamann. Beinagrindarvöðvar eru stærstir. Þeir eru þverrákóttir og festast við beinagrindina með sinum. Við notum beinagrindarvöðva til að hreyfa okkur og stjórnum þeim með viljanum. Sléttir vöðvar eru inni í líffærum og stjórna hreyfingum þeirra. Flestir hreyfast ósjálfrátt eins og í ristli og þvagblöðru. hjartavöðvi beinagrindarvöðvar sléttir vöðvar

35 1. Hvaða matur er góður fyrir vöðvana? 2. Hvernig væri líkaminn án vöðva? 3. Hvað gerir hjartavöðvinn? NÝ ORÐ • þverrákótt • ósjálfrátt • harðsperrur Þegar við notum vöðvana spennast þeir og slakna til skiptis. Stundum skemmast þeir líka svolítið. Það er eðlilegt. Ef við finnum fyrir harðsperrum er líkaminn að gera við vöðvana. Það gerir hann með því að búa til nýjar vöðvafrumur í stað þeirra sem skemmast. Byggingarefni vöðvanna heitir prótein. Við fáum það úr eggjum, fiski, kjöti, mjólk, baunum, hnetum og fræjum. Hollur matur og góð hreyfing heldur vöðvunum heilbrigðum.

36 Blóð Um æðarnar rennur blóð. Í blóðinu eru rauð og hvít blóðkorn. Rauðkorn flytja súrefni og koltvísýring um líkamann. Hvítkorn berjast gegn sýkingum. Í blóðinu eru líka blóðflögur og blóðvökvi. Blóðflögurnar festast hver við aðra og gera við skemmdar æðar. Ef við meiðum okkur geta æðarnar rofnað og blóðið lekið út. Það er stundum vont en sjaldan hættulegt því blóðflögurnar mynda nokkurs konar tappa í sárinu. Svo grær það hægt og rólega.

37 Hringrás blóðsins Bláæðar flytja súrefnissnautt blóð til hjartans. Þaðan berst það til lungnanna. Þegar við öndum að okkur taka rauðkornin upp súrefni í lungunum og flytja til hjartans. Síðan dælir hjartað súrefnisríku blóði til líkamans um slagæðarnar. Ef við setjum fingur á úlnliðinn finnum við hversu hratt hjartað slær. Það kallast púls. Ósæðin er stærsta æð líkamans. Minnstu æðarnar kallast háræðar. Þær næra allan líkamann. Saman mynda hjarta og æðar stanslausa hringrás sem kallast blóðrásarkerfi. NÝ ORÐ • rofna • súrefnissnautt • súrefnisríkt 1. Hvað gerist þegar æð rofnar? 2. Hvað heitir stærsta æð líkamans? 3. Hvers konar banki er blóðbanki? Hvað í!!??? Nei, hættið nú alveg krakkar! Slagæðar flytja meira súrefni en bláæðar svo við skulum hafa þær rauðar krakkar…

38 Innri líffæri Inni í okkur eru mörg líffæri sem vinna saman. Lungun eru hluti öndunarfæranna. Þegar við öndum að okkur flytja þau súrefni úr andrúmsloftinu og inn í blóðrásina. Loftið fer niður í barka og þaðan í tvær berkjur sem tengjast lungunum. Þegar við öndum frá okkur losum við líkamann við koltvísýring. Nýrun eru aftarlega í kviðarholi. Þau eru hluti af þvagkerfinu. Nýrun hreinsa úrgangsefni úr blóðinu og safna þeim í þvagblöðruna. Við losum okkur við þessi úrgangsefni þegar við pissum. upp niður vinstri hægri

39 1. Hvað gera nýrun? 2. Hvaða líffæri er stærsti kirtill líkamans? 3. Hvaða bein verja lungun? NÝ ORÐ • úrgangsefni • kirtill • blóðríkt Brisið er líka kirtill og hluti af meltingarkerfinu. Það framleiðir hormón og ensím sem hjálpa líkamanum að melta fæðu. Miltað er blóðríkt og hluti af ónæmiskerfinu. Miltað hjálpar líkamanum að framleiða mótefni gegn sjúkdómum. Stundum skaddast miltað en hægt er að lifa án þess. Lifur: 1,5 kíló! Lungu: 2,5 lítrar af lofti! Lifrin er stærsti kirtill líkamans. Hún gegnir mörgum hlutverkum: stillir blóðsykur brýtur niður fitu gerir eiturefni óvirk geymir vítamín og steinefni

40 Hreyfing Hreyfing er góð fyrir líkamann og eykur heilbrigði okkar. Meltingin verður betri og beinin sterkari. Lungun styrkjast og sömuleiðis hjarta- og æðakerfið. Við sofum líka betur. Þegar við hreyfum okkur fáum við útrás fyrir alls konar tilfinningar. Hreyfing er einnig góð gegn kvíða og neikvæðum hugsunum. bætir lund styrkir æðakerfið eflir hjartað styrkir vöðva bætir svefn bætir meltingu styrkir lungu Stunda má margvíslega hreyfingu: ganga eða hjóla í skólann velja stiga en ekki lyftu fara í sund stunda íþróttir fara í útileiki

41 Svefn NÝ ORÐ • útrás • lærdómur • félagslíf Þegar líkamanum líður vel, líður okkur líka betur í sálinni. Við verðum glaðari og samskipti við annað fólk ganga betur. Þannig getur góður svefn bæði bætt heilsuna og styrkt félagslíf okkar. 1. Með hvaða hreyfingu mælir þú? Hvers vegna? 2. Hvernig líður þér þegar þú hefur ekki fengið nægan svefn? 3. Hvers vegna er sumt fólk morgunfúlt? Grunnskólabörn þurfa 9–11 klukkutíma svefn til að vaxa og þroskast. Svefn er líka nauðsynlegur fyrir lærdóm og minni. Þegar við erum úthvíld höfum við meiri orku til að sinna áhugamálum okkar og fáum sjálfstraust til að prófa nýja hluti. Ætli þessi börn hafi fengið nægan svefn?

42 Geðrækt Það getur engin manneskja gert að því ef hún veikist. Ef líkaminn veikist þurfum við læknisaðstoð. Ef sálin veikist kallast það andleg veikindi eða geðsjúkdómar. Þá þurfum við aðstoð sálfræðinga og geðlækna. Tala við aðra og leika saman. Vera dugleg að læra og sinna áhugamálum. Brosa, hjálpa öðrum og vera þakklát. Taka eftir umhverfi okkar og skapa rými sem öllum líður vel í. Stunda reglulega hreyfingu. Við getum hlúð að geðheilbrigði með því að: NÝ ORÐ • sálfræðingur • geðheilbrigði • reglulegt

43 Verkefni og umræður Fróðný var mjög spennt að heyra að þarmarnir væru 6 metra langir. Hún ákvað að fá alla skó bekkjarsystkina sinna lánaða og búa til jafnlanga skólengju á ganginum. Hvað heldur þú að það þurfi marga skó í eina þarmalengju? Fáðu lánað málband og kannaðu málið! Sofia elskar alla hreyfingu og langar að fá aðra til að hreyfa sig líka. Hún er að útbúa veggspjald sem hvetur önnur börn til að hjóla eða ganga í skólann. Gerið veggspjöld til að hengja upp víðs vegar um skólann ykkar. Trausti og Artie eru forvitnir um þennan púls sem Mínerva sagði þeim frá. Þeir ætla að taka púlsinn hvor hjá öðrum í eina mínútu og skrá niður. Næst ætla þeir að hoppa 20 sinnum, taka púlsinn aftur og skrá niður. Loks ætla þeir að hlaupa hring í kringum skólann og mæla svo púlsinn. Niðurstöðurnar ætla þeir að setja upp í töflu. Endurtakið púlsæfinguna þeirra og skráið í verkefna- og úrklippubók.

44 Í BLÓMA LÍFSINS Í þessum kafla ætlum við að: ● skoða hvernig matjurtaræktun fer fram ● kynnast hringrásum í náttúrunni ● fræðast um plöntur og vistkerfi

45 Við ætlum líka að æfa okkur í að: ● rækta krukkubaunir ● búa til pödduhótel

46 Ræktun Á steinöld veiddi fólk sér til matar. Það tíndi villtar jurtir, ber og rætur. Í lok steinaldar byrjaði fólk smám saman að halda húsdýr og rækta mat. Fæðuöryggi varð meira. Fólk settist að á frjósömum svæðum og flakkaði minna. Fyrst ræktaði fólk fáar tegundir matjurta. Smám saman fjölgaði tegundunum sem ræktaðar voru. Fólk fann leiðir til að fá betri uppskeru. Það vökvaði matjurtirnar og setti húsdýraáburð á þær. Hveiti er ein af fyrstu matjurtunum sem fólk ræktaði.

47 1. Hvaða matjurtir þekkir þú? 2. Hvað er ræktað í gróðurhúsum á Íslandi? 3. Hvers vegna er slæmt að úða skordýraeitri yfir matjurtagarða? NÝ ORÐ • fæðuöryggi • frjósamt • lífrænt Í dag nýta bændur víða um heim tæknina við ræktun. Dráttarvélar eru notaðar til að dreifa tilbúnum áburði á akrana. Oft er skordýraeitri og illgresiseyði úðað yfir ræktarland. Margs konar vélar hirða uppskeruna. Stundum eru matjurtir ræktaðar í upphituðum gróðurhúsum eða undir plastdúkum. Sumar ræktunaraðferðir skaða umhverfið. En margir bændur hafa áhuga á að vernda náttúruna og rækta lífræn matvæli á sjálfbæran hátt. Þannig verður umhverfið heilbrigðara og matjurtirnar heilsusamlegri. Það er gaman að rækta eigin mat.

48 Umhverfið okkar Ísland er fallegt og gefur okkur ýmsar nauðsynjar. Samt höfum við ekki alltaf farið vel með eyjuna okkar. Víða er landið okkar gróðursnautt og illa farið. Það er hægt að vernda það og rækta upp. Við höfum grafið skurði og þurrkað upp votlendi til að rækta tún og matjurtir. Framræst land losar mikið af lofttegundum sem auka á gróðurhúsaáhrif Jarðarinnar. Þar sem ekki er lengur búskapur er stundum fyllt upp í skurðina. Þá kemur votlendið til baka.

49 1. Hvað gefur náttúra Íslands okkur? 2. Hvernig er hægt að græða landið okkar upp? 3. Nefndu nokkrar fugla- og blómategundir sem finnast á Íslandi. NÝ ORÐ • framræst • gróðurhúsaáhrif • vistkerfi Vistkerfi Í náttúrunni tengjast jurtir, sveppir og dýr saman í vistkerfum þar sem allt vinnur sem ein heild. Það er því mikilvægt að vernda náttúruna og viðhalda fjölbreyttu lífríki. 1 Ef votlendið er þurrkað upp hverfa vatnafuglar, vaðfuglar og ýmis smádýr. 2 Ef blómlendi eyðist hverfa flugurnar. 3 Ef skógarnir eyðast hverfa skógarfuglar, margs konar jurtir og sveppir. 1 3 2

50 Blóm geta verið litrík, falleg og ilmandi. Plantan blómstrar ekki alltaf. Fyrst þarf hún að þroskast. Þegar hún er tilbúin að fjölga sér kemur lítill knúppur. Þegar hann opnast sjáum við blómið. Í miðju blómsins eru fræ. Sum blóm nýta sér flugur eða önnur dýr til að bera fræin til annarra blóma. Önnur nýta vindinn eða fjölga sér sjálf. Ræturnar sjúga vatnið upp úr jarðveginum, grænu blöðin ljóstillífa en stilkurinn heldur uppi greinum, laufblöðum og blómum. Blóm krónublað blómkróna laufblað rót stilkur

51 1. Hvernig fjölga blóm sér? 2. Hvað nefnast fjórir meginhlutar pöntu? 3. Hverjir nýta súrefnið sem plönturnar framleiða? NÝ ORÐ • fjölga sér • fræ • kolefni Ljóstillífun Allar plöntur geta búið til fæðu handa sér úr sólarljósi, vatni og koltvísýringi. Koltvísýringur er ósýnilegt efni í loftinu. Hann er blanda af kolefni og súrefni. Plönturnar nota kolefnið sem byggingarefni en skila súrefninu út í loftið aftur. Þetta ferli kallast ljóstillífun. Þegar plöntur ljóstillífa minnkar styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu og súrefnið eykst. Dýr og menn geta ekki lifað án súrefnisins sem plöntur framleiða.

Tré Margar af stærstu lífverum Jarðar eru tré. Þau flokkast flest í lauftré og barrtré. Elstu trén eru mörg þúsund ára gömul. Lauftré sem vaxa utan hitabeltisins leggjast í vetrardvala. Þá fá laufin haustliti og falla svo af trénu. Á vorin vakna trén aftur, bruma og klæðast grænu laufskrúði. Flest barrtré eru sígræn og leggjast ekki í vetrardvala. Þau bera köngla. Rétt undir trjáberkinum vex viður trésins. Tréð gildnar á hverju ári. Þá myndast árhringir sem sjást þegar tréð er fellt. króna lauf viður grein börkur stofn rót trjákvoða 1, 2, 3, 4, … 52

53 1. Hvernig getum við reiknað út aldur trjáa? 2. Hvað er stundum kallað lungu Jarðar? 3. Í hvað er hægt að nota timbur? NÝ ORÐ • hitabelti • regnskógur • beit Skógar Stærstu skógar Jarðar eru regn- skógar. Þeir eru stundum kallaðir lungu Jarðarinnar því þeir framleiða svo mikið súrefni. Á Íslandi voru miklir skógar við landnám. Svo hurfu þeir næstum vegna skógarhöggs og beitar. Nú fara þeir aftur stækkandi þökk sé landvernd og skógrækt. Í skógum er fjölbreytt vistkerfi. Þar er fæða og skjól fyrir margar tegundir dýra og jurta. Mér finnst svo skrýtið að sveppir séu hvorki plöntur né dýr! Ef börkur trés rofnar lekur út safi sem kallast trjákvoða. Sums staðar finnst mikið af steingerðri trjákvoðu. Hún kallast raf og er notuð í skartgripi.

54 NÝ ORÐ • hringrás • lirfa • rotna Hringrás orkunnar Hringrásir eru alls staðar í náttúrunni. Blómið vex og lirfan nagar laufblöð þess. Fuglinn étur lirfuna. Þegar fuglinn deyr fara ýmsar litlar lífverur af stað og byrja að sundra honum. Þá er talað um að hann rotni. Allt sem lifir deyr að lokum. Efni úr dauðum lífverum verður næring og byggingarefni fyrir nýjar. Með nýju lífi hefst ný hringrás.

55 Verkefni og umræður Birkir er að rækta baunir eins og amma hans og afi gera. Hann setur rakan eldhúspappír í glerkrukku og þurrkaðar nýrnabaunir á milli pappírsins og glersins. Birkir vökvar baunirnar reglulega og fylgist með því þegar ræturnar og græni sprotinn koma. Svo færir hann jurtina í mold og bíður eftir baunabelgjunum. Prófið líka! Líf bjó til skordýrahótel til að skýla pöddum af öllum stærðum og gerðum. Hún notaði alls konar timburbúta og tíndi köngla, laufblöð, trjágreinar og steina í náttúrunni. Svo bætti hún klósettrúllum og bylgjupappa við. Skordýrum líður vel í hlýju umhverfi svo Líf ætlar að setja hótelið á sólríkt svæði. Búið til skordýrahótel fyrir pöddurnar í ykkar umhverfi. Artie vill skoða hvernig ávextir rotna. Hann fann stóran plastdunk og fékk Mínervu til að hjálpa sér að skera hann í sundur. Hann setti botnfylli af mold í dunkinn, setti svo ávöxtinn ofan á moldina og límdi plastdunkinn þétt saman. Ef hann bíður í nokkra mánuði mun ávöxturinn verða að jarðvegi og kannski kemur líka ný jurt upp úr moldinni. Hafið þið þolinmæði til að fylgjast með rotnun ávaxta?

ÖRUGG Í UMHVERFINU 56 Í þessum kafla ætlum við að: ● skoða hættur á leiksvæðum ● kynnast öryggisbúnaði á bryggjum ● læra að umgangast flugelda

57 Við ætlum líka að æfa okkur í að: ● búa til viðvörunarskilti ● leita að upplýsingum á netinu

Leiktæki stór og smá 58 Á Íslandi eru skemmtileg leiksvæði. Þar fá börn góða hreyfingu, kynnast öðrum og hafa gaman. Slys geta líka hent svo fara þarf varlega. Ákveðnar reglur gilda um leiktæki. Þær eiga að koma í veg fyrir slys. Það má aldrei ryðjast, hrinda öðrum eða trufla börn sem eru að klifra. Það er varhugavert að standa í rólum og í rennibrautum á að renna sér sitjandi með fætur á undan. Í sumum tækjum má aðeins eitt barn leika í einu. Í öðrum geta mörg skemmt sér saman. Þekkir þú allar reglurnar? Nota á leiktæki rétt og passa að vera ekki of mörg í einu. Þar sem hátt fall er niður þarf að sýna sérstaka varúð.

Brekkur á leiksvæðum sem liggja nálægt umferð. Sól getur orðið mjög heit á sumrin og brennt húðina. Reimar í fatnaði geta valdið alvarlegum slysum. Á leiksvæðum geta leynst óvæntar hættur: Vatn getur safnast saman og Vatn getur safnast saman og myndað stóra polla. Sum staðar vaxa tré með eitruðum berjum. Hjálmar geta fest í leiktækjum og eru best geymdir hjá hjólunum. 1. Hvaða reglur er gott að kunna á leiksvæðum? 2. Nefndu dæmi um slys sem geta orðið ef leiktæki eru rangt notuð. 3. Hvernig er ástandið á leiktækjunum í þínum skóla? NÝ ORÐ • henda • varhugavert • óvænt Hættur á leiksvæðum 59 Vissir þú að lítil börn geta drukknað í grunnum polli? Eins gott að reimin í peysunni festist ekki í leiktækjum. Það er aldrei of varlega farið í sólinni. Ekki vildi ég festa hjálminn minn í þessum kastala. Amma sagði mér að sum ber væru eitruð. Hvað með þessi? Eins gott að renna sér ekki á sleðanum nálægt þessu svæði!

60 Hvað er nú þetta? Ýmislegt óvænt getur orðið á vegi okkar á leiksvæðum eða annars staðar. Það geta verið sprautur, sprautunálar, gler- brot og jafnvel hnífar eða beitt verkfæri. Þá verður að láta einhvern fullorðinn vita. Það má aldrei snerta svona hluti því hægt er að skera sig og þeir geta valdið sýkingum. Þá þarf að fara á sjúkrahús og láta sauma sárið, fá lyf og kannski stífkrampasprautu. Það er mjög slæm hugmynd að setja eitthvað í munninn sem finnst úti, hversu girnilegt sem það er. Sprautur og sprautunálar geta innihaldið efni sem eru hættuleg börnum. Ertu nokkuð með tyggjóklessuna sem við sáum í götunni áðan? *Nei, nei, ég átti þetta í vasanum, má bjóða þér? „Mei, mei, mjé átti etta í mjasanum, má mjóða þmjér?“* Aldrei má drekka innihald úr flöskum sem finnast á víðavangi. Ýmsir sýklar geta leynst í tyggjóklessum eða á hálfkláruðu sælgæti.

61 1. Hvaða hlutir leynast úti sem við getum óvart skorið okkur á? 2. Hvers vegna bíta og stinga sum dýr? 3. Hvað er Artie eiginlega að segja? NÝ ORÐ • stífkrampasprauta • víðavangur • sýklar Hættuleg dýr? Dýr finna ýmsar leiðir til að lifa af og verja sig. Á Íslandi eru holugeitungar sem gera sér bú í jarðvegi og holum nálægt mannvirkjum. Þeir geta stungið ef þeim er ógnað. Hér eru mýflugur og flær sem sjúga blóð. Víða finnast líka maurar og fleiri smádýr. Oftast eru bit og stungur meinlaus en þau geta valdið óþægindum og kláða. Gæludýr geta líka meitt okkur. Sumir kettir klóra í sjálfsvörn og hundar og páfagaukar geta bitið. Við þurfum að læra að umgangast öll dýr. Skógarmítill lifir á blóði og sogar sig fastan við húð manna og dýra. Fló lifir á blóði og fylgir oft fuglum og hreiðrum. Eldmaur stingur og bítur. Eitrið veldur mikilli brunatilfinningu. Mýfluga sýgur blóð til að fá orku til að verpa eggjum sínum. Holugeitungur reiðist þegar hætta steðjar að búinu hans. Lúsmý er örsmá mýfluga sem lifir á blóði spendýra.

62 Sjór og bryggjur Í gamla daga drukknuðu mörg börn. Það hefur sem betur fer breyst. Í dag lærum við öll að synda í skólanum en þurfum þó alltaf að vita hvar hætturnar eru og kunna að varast þær. Bryggjur eru ekki leiksvæði og þar eiga börn aldrei að vera án fullorðinna. Ef manneskja dettur í sjóinn þarf strax að bregðast við. Það er líka hættulegt fyrir okkur að vera ein á bryggjunni ef óhapp verður. Björgunarnet og línur eru notaðar til bjarga fólki úr sjónum. Neyðarsímar eru oft áberandi og hægt er að hringja frítt úr þeim. Á mörgum bryggjum er 6 metra langur krókstjaki sem hægt er að nota til að krækja í fatnað fólks og hjálpa því að bryggju. Á öllum bryggjum á að vera hringur til að kasta til fólks í vandræðum. Vertu alltaf í björgunarvesti ef þú ferð út á bryggju.

63 1. Hvað getum við gert til að hjálpa þeim sem falla í sjóinn? 2. Hvers vegna er hættulegt að vera einsömul á bryggju? 3. Hvernig er best að vera klædd í sjóferðum? NÝ ORÐ • varast • bregðast við • ofkæling Bátsferðir Í bátsferðum er mikilvægt að vera í björgunarvesti með ljósi, endurskini og flautu. Vestið þarf að festa rétt. Það er líka nauðsynlegt að klæða sig eftir veðri, vera með húfu og í ullarnærfötum. Í ísköldum sjó geta hlý föt hægt á ofkælingu og bjargað mannslífum. Líf þú ert svo fróð um slysavarnir. Hvað þarf ég að gera ef ég dett í sjóinn? Halda höndum og fótum að líkamanum til að minnka ofkælingu. Varast að busla og eyða orku. Blása í flautuna á björgunarvestinu til að láta vita af þér. Slaka á og láta þig fljóta. Bíða rólegur þar til þér er bjargað. 1 2 3 4 5 Þú verður að sýna gát um borð í bát.

64 Ár og vötn Á Íslandi eru margar ár og vötn. Sumum finnst gaman að veiða og öðrum að vaða og busla. Mörgum finnst gaman að fara á kajak. Við þurfum alltaf að gæta að öryggi okkar. Ár geta verið straumharðar. Sérstaklega á vorin þegar snjórinn í fjöllunum bráðnar. Mesti straumurinn er í bugðum og beygjum. Árbakkar eru varasamir. Mikill vatnsstraumur getur grafið sig inn undir bakkann. Þá getur hrunið úr honum. Ef þarf nauðsynlega að vaða yfir á er best að fara þar sem hún er breiðust því þar er straumurinn minnstur. Þá er góð regla að vera ekki með þungan bakpoka spenntan við sig. Blautur bakpoki er mjög þungur og getur dregið þig á bólakaf.

65 1. Hvaða ár þekkir þú? 2. Hvers vegna veður fólk yfir ár? 3. Af hverju er hættulegt að hoppa á hálum steinum? NÝ ORÐ • öryggi • straumhart • bugða Steinar verða oft blautir og hálir. Þess vegna getur verið hættulegt að leika sér að því að hoppa á milli þeirra. Ef fara þarf yfir á með því að stikla á steinum eða feta sig eftir trjábol verður að skoða umhverfið vel. Aldrei má gera það nálægt flúðum eða fossum. Í straumharðri á er best að fljóta á bakinu með fætur á undan. Þá er minni hætta á að reka höfuð í steina. Þá sést líka það sem er framundan og auðveldara að finna eitthvað til að grípa í.

Hættur á byggingarsvæðum 66 Stórar vinnuvélar koma og fara. Ökumenn eru oft mjög uppteknir við vinnu sína. Stundum standa steypustyrktarjárn út úr veggjum og upp úr gólfplötum. Á byggingarsvæðum getur mikið rigningarvatn safnast saman. Iðnaðarmenn nota alls konar verkfæri sem eru bæði þung og beitt. Tókstu ekki örugglega raftækin úr sambandi? Júbb! Haltu þér fast! Ég kem! Það er gaman að sjá ný íbúðarhverfi rísa og oft mikið líf og fjör á byggingarsvæðum. EN þar eru líka margar hættur og við megum aldrei leika þar. Hvað gæti gerst?

67 NÝ ORÐ • vinnuvél • upptekið • rökkva 1. Hvaða hættur leynast á byggingarsvæðum? 2. Hvað getur komið fyrir börnin á þessum myndum? 3. Hvaða svæði eru sérstaklega útbúin fyrir börn? Ýmislegt fleira þarf að varast, bæði á byggingarsvæðum og iðnaðarsvæðum. Stundum eru vinnusvæði dimm og illa upplýst. Þess vegna ætti aldrei að: stytta sér leið í gegnum þau þegar rökkva tekur leika sér þar í myrkrinu á kvöldin Stundum g l e y m i r eða g e y m i r starfsfólk efni, áhöld og verkfæri á vinnustaðnum og stundum leynast glerbrot og naglar í jarðveginum. Allt getur þetta valdið slysum. VARAST: stórar vinnuvélar steypustyrktarjárn djúpa polla hættuleg verkfæri hátt fall gler hættuleg efni ✓ ✓ ✓ ✓ Þannig að best er að leika bara á svæðum sem eru sérstaklega útbúin fyrir börn ... Já, eða í garðinum heima… Nú og svo auðvitað líka úti í náttúrunni.

68 Flugeldar Um áramót kveðjum við gamla árið og fögnum því nýja. Á Íslandi er siður að gera það með margs konar blysum og flugeldum. Mengun frá flugeldum getur haft slæm áhrif á heilsu fólks. Börn mega aldrei fikta með eld, blys eða skjóta flugeldum upp ein. Þetta er skemmtilegur tími en oft er stutt á milli hláturs og gráts ef ekki er farið varlega. … þú farir alltaf varlega í kringum flugelda og þekkir öryggisreglurnar? … þú sért í góðum vettlingum sem verja hendur þínar? … gæludýr séu hvergi nálægt flugeldunum? Er ekki öruggt að NÝ ORÐ • siður • öryggisregla • fikta … þú sért með hlífðargleraugu sem verja augun? … þú fiktir aldrei með flugelda eða takir þá í sundur? … undirstaða flugeldanna sé traust og í fjarlægð frá þér?

69 Artie var að læra að sumar fjörur eru stórhættulegar. Eina stundina virka öldurnar sakleysislegar en svo koma þær skyndilega æðandi og geta hrifsað fólk með sér á haf út. Hann ákvað að hanna viðvörunarskilti til að setja við slíkar fjörur. Hjálpaðu honum að hanna svona skilti og semdu góðan texta sem nær athygli fólks. Fróðnýju finnst gaman að rannsaka hluti en hún veit að það má aldrei taka flugelda í sundur. Hún ákvað því að kanna í staðinn hvaða daga má skjóta upp flugeldum. Hjálpaðu henni að finna þessar upplýsingar. Líf og Birna ætla að búa til þraut. Þær skipta blaði í 16 reiti með því að brjóta það saman. Svo teikna þær myndir sem tengjast öryggi í umhverfinu í nokkra reiti. Í afgangsreitina teikna þær myndir sem tengjast ekki öryggi á neinn hátt. Svo ætla þær að athuga hvort hinir Grúskararnir finni myndirnar sem tengjast öryggi. Prófaðu líka. Verkefni og umræður

Í þessum kafla ætlum við að: ● læra um eldfjallaeyjuna Ísland ● kynnast muninum á hálendi og láglendi ● fræðast um ólíkar gerðir korta ELDFJALLAEYJAN ÍSLAND 70

Við ætlum líka að æfa okkur í að: ● framkalla eldgos úr nammi og gosi ● búa til áttavita 71

72 Eyjan Ísland Yfirborð Jarðarinnar er eins og púsluspil. Hvert stykki í púslinu kallast fleki. Þar sem flekarnir mætast eru stöðugar jarðhræringar. Sums staðar rekast þeir hver á annan. Annars staðar rekur þá í sundur svo gosefni úr möttlinum eiga greiða leið að yfirborði Jarðar. Ísland liggur á flekaskilum og hér er mikil eldvirkni. Eyjan okkar varð smám saman til í mörgum eldgosum. Enn þann dag í dag eru jarðskjálftar og eldgos algeng á Íslandi. Almannavarnir sjá til þess að sem minnst hætta skapist af eldgosum. Evrasíufleki Kyrrahafsfleki Kyrrahafsfleki Filippseyja- fleki Indlandsfleki Ástralíufleki Arabíufleki Núbíufleki Suður- Ameríkufleki Norður- Ameríkufleki Norður- Ameríkufleki Nazcafleki Karíbafleki Kókos- fleki Scotiafleki Suðurskautsfleki

73 1. Hvernig varð Ísland til? 2. Hvað kallast hafið í kringum Ísland? 3. Í hvaða heimsálfu er landið okkar? NÝ ORÐ • jarðhræringar • flekaskil • heimskautsbaugur Ísland er stór eyja. Umhverfis landið eru fjölmargar minni eyjar. Nyrsta byggða eyjan liggur á heimskautsbaug og heitir Grímsey. Syðsta byggða eyjan heitir Heimaey. Ísland tilheyrir hópi fimm landa sem kallast Norðurlönd. Veistu hvaða lönd það eru? Hafið umhverfis Ísland heitir Atlantshaf. Í því er Golfstraumurinn, hafstraumur sem færir okkur yl frá heitari löndum. Án hans væri mun kaldara á Íslandi. Það er langt til næstu landa í kringum okkur. Ísland er hluti af heimsálfu sem heitir Evrópa. Landið okkar er vestasti hluti heimsálfunnar. Noregur Ísland Færeyjar Danmörk Finnland Svíþjóð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=