37 ÁSKORUN: Skrifaðu hvað orðin þýða: landnám – ambátt – knörr – öld – goði . Svona gekk mér Ég er að rifja upp það sem ég lærði í kaflanum. Sumt man ég vel. En þú? Litaðu andlitið sem lýsir því best. man mjög vel ekki alveg viss þarf að læra betur 1 Ég veit frá hvaða löndum flest landnámsfólk kom til Íslands. 2 Ég veit muninn á því að vera ambátt eða húsfreyja á landnámsöld. 3 Ég veit hvernig fólk skiptist í stéttir á landnámsöld. 4 Ég veit hvernig landnámsmenn notuðu öndvegissúlur til að finna sér land. 5 Ég veit hver Ingólfur Arnarson var. 6 Ég man hvað Auður djúpúðga gerði fyrir nokkra þræla sína. 7 Ég man hvað landnámsfólkið gerði á Þingvöllum árið 930. 8 Ég veit hvernig fötum landnámsfólkið klæddist. 9 Ég veit hvernig leikföng sum landnámsbörn léku sér með. 10 Flest landnámsfólk var heiðið, ég veit hvað það þýðir. 80 81
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=