Halló heimur 2 - Verkefnabók

31 Hvað af þessu eru ekki leikföng? Kubbar og dúkkur. Púsluspil og bangsar. Hnífar og skæri. Hvar má ekki vera í eldingaveðri? Undir stórum trjám. Uppi á hæð eða hól. Báðir svarmöguleikar eru réttir. Hvers vegna er slæm hugmynd að leika sér nálægt eldavélum? Þar getur verið svo mikill hiti. Þær eru svo stórar og kaldar. Það er svo vond lykt af þeim. Hvers vegna má ekki bíta í rafmagnssnúrur? Þær eru vondar á bragðið. Þú getur skorið þig í tunguna. Þú getur fengið raflost. Hvaða efni er hollt fyrir líkamann? Klósetthreinsir. Vítamín. Bílabón. Hvaða litur táknar heita vatnið? Gulur. Rauður. Blár. Hvar á að geyma lyf? Í bókahillunni. Í eldhúsglugganum. Í læstum lyfjaskáp. Hvers vegna má ekki sofa í baði? Þú gætir drukknað. Þig gæti dreymt illa. Þú gætir sofið yfir þig. Hvernig má forðast fall á heimilum? Búa í tjaldi og sofa á vindsæng. Kaupa enga stóla og sitja á gólfinu. Skilja ekki dót eftir á gólfi og forðast príl. Hvaða tæki eru eldvarnartæki? Reykskynjari, pottur og gaskveikjari. Reykskynjari, eldspýtur og raftæki. Reykskynjari, eldvarnarteppi og slökkvitæki. ÁSKORUN: Skrifaðu um það miki lvægasta sem þú lærðir í kaflanum. Hvað manstu? Ég er búin að læra heilmikið um slysavarnir. En þú? Svaraðu spurningunum og krossaðu við rétt svar. 1 6 2 7 3 8 4 9 5 10 66 77

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=